- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Bíður á milli vonar og ótta

Bilal Suman landsliðsþjálfari Bosníu í handknattleik karla. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Stöðugt heltast menn úr lestinni í landsliðshópi Bosníu-Herzegóvínu, sem mætir Alfreð Gíslasyni og lærisveinum í Düsseldorf í undankeppni EM í handknattleik á fimmtudagskvöldið.


Síðast í morgun fækkaði um tvo í hópnum. Bilal Suman, landsliðþjálfari, hefur aðeins 12 leikmenn eftir á fótum og bíður á milli vonar og ótta fregna af frekari afföllum. Alveg eins má reikna með þeim þar sem þeir sýktu voru í samskiptum við aðra leikmenn síðustu daga.


„Tveir leikmenn voru fyrir í eingangrun og síðan bættust tveir smitaðir við í morgun. Ég var tilneyddur að hætta við æfingu í morgun meðan framhaldið skýrist,“ sagði Suman í morgun við fréttamiðilinn klix.ba í heimlandi sínu. Þeir sem eftir standa fara í skimun í dag.


„Ég veit hreinlega ekki hvað á eftir að gerast en við búum okkur undir það versta því þeir smituðu voru í nánu samneyti við aðra leikmenn á undanförnum dögum. Þeir sem eftir eru hafa verið settir í sóttkví á hóteli,“ sagði Suman sem segir frekari æfingar eiginlega ekki koma til greina við þessar aðstæður. Helst af öllu vill hann hætta við leikinn.

Til stendur að Bosníumenn taki á móti Austurríkismönnum á heimavelli á sunnudaginn.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -