„Það er alltof mikið að gera í skólanum og erfitt að halda í við áætlunina. Ég reyni að gera eins mikið og ég get,“ segir Díana Dögg Magnúsdóttir landsliðskona sem er miðjum klíðum við meistaranám í flugvélaverkfræði við háskóla í Þýskalandi en hún býr í Zwickau og leikur með félagsliði borgarinnar auk þess vera í íslenska landsliðinu í handknattleik.
„Núna er ég að vinna í verkefnum og lesa. Það getur verið erfitt að halda aga og setjast niður og byrja. Ég hef svo sem alltaf einhvern tíma á milli leikja, funda og æfinga. Stundum er bara meira freistandi að setjast niður og horfa á framhaldsþætti eð bíómyndir en að setjast yfir námsefnið,“ sagði Díana Dögg sem þegar hefur lokið batchelorgráðum í fjármálaverfræði og vélaverkfræði.
Ef allt gengur samkvæmt óskum reiknar Díana Dögg með að ljúka öllum áföngum næsta sumar og eiga þá lokaverkefnið eftir. Enn er ekki alveg ljóst hvert lokaverkefnið verður. Díana segir nokkra kosti koma til greina sem hún eigi eftir að velta betur fyrir sér enda ekki alveg komin á þann stað ennþá að þurfa að gera upp á milli kosta. Einn möguleikinn snýr að hönnum flugvélavængja og annað að flugstjórnarklefanum.