- Auglýsing -
- Auglýsing -

Birgir Steinn er sagður á leiðinni til Aftureldingar

Birgir Steinn Jónsson t.h. er sagður vera á leiðinni til Aftureldingar. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Birgir Steinn Jónsson, einn besti leikmaður Olísdeildar karla síðustu árin, er á leiðinni til bikarmeistara Aftureldingar. Þetta hefur handbolti.is samkvæmt heimildum og að samningar á milli Aftureldingar og Birgis Steins annarsvegar og Gróttu hinsvegar séu í höfn.

Birgir Steinn hefur leikið með Gróttu undanfarin þrjú ár og verið á meðal markahæstu leikmanna Olísdeildar á hverju tímabili.

Óhætt er að segja að um hvalreka sé að ræða fyrir bikarmeistarana sem ætla sér að vera áfram í fremstu röð á næsta keppnistímabili. Afturelding féll naumlega úr leik í undanúrslitum fyrir Haukum í fyrrakvöld eftir fimm leiki þar sem á ýmsu gekk.

Birgir Steinn, sem er öflug hægri handar skytta, lék upp yngri flokka og fyrstu árin í meistaraflokki með Stjörnunni. Hann var lánaður til Fjölnis á tímabilinu 2019/2020 en gekk að því loknu til liðs við Gróttu þar sem hann hefur verið kjölfesta í sóknarleik liðsins.

Birgir Steinn skoraði 113 mörk í 20 leikjum í Olísdeildinni í vetur sem leið. Hann var stoðsendingakóngur Olísdeildarinnar leiktíðina 2021/2022 og markahæstur í deildinni 2020/2021 og 2021/2022 að frátöldum vítaköstum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -