- Auglýsing -
- Auglýsing -

Birkir Fannar skrifaði undir eins árs samning

Birkir Fannar Bragason í marki FH í leik gegn Stjörnunni á Hafnarfjarðarmótinu. Ljósmynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Markvörðurinn Birkir Fannar Bragason hefur skrifað undir samning við handknattleiksdeild FH sem gildir út tímabilið. Birkir var í fimm ár í FH-treyjunni 2016-2021 og varð meðal annars deildarmeistari 2017 og bikarmeistari 2019. Birkir Fannar átti stóran þátt í sigri FH í bikarkeppninni. Því til staðfestingar var hann valinn mikilvægasti leikmaður úrslitahelgarinnar.

Einnig hreppti hann silfurverðlaun með FH á Íslandsmótinu 2017 og 2018.

Birkir Fannar lék með Selfossi upp í meistaraflokk en bjó síðar í Noregi í fjögur ár og lék með Randesund, Kristiansund og HHK áður hann gekk til liðs við FH 2016.

Birkir Fannar lék tvö tímabil með Kórdrengjum í Grill 66-deildinni, 2021 til 2023. áður en hann kom aftur í Kaplakrika á síðasta tímabili sem stuðningur við markvarðateymið. Þegar Axel Hreinn Hilmisson lagði skóna á hilluna í vor var Birkir Fannar tilbúinn að koma inn af fullum krafti inn í markvarðateymið með Daníel Frey Andréssyni.

Ætlar að láta gott heita í vor



- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -