- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Bjarki Már er ungverskur bikarmeistari

Bjarki Már Elísson leikmaður Telekom Veszprém í Ungverjalandi. Mynd/Telekom Veszprém
- Auglýsing -

Bjarki Már Elísson varð í dag ungverskur bikarmeistari í handknattleik með liði sínu Telekom Veszprém. Veszprém vann erkifjendur sína í Pick Szeged með þriggja marka mun í úrslitaleik, 35:32, eftir að hafa verið 17:15 yfir að loknum fyrri hálfleik. Veszprém var með yfirhöndina í leiknum frá upphafi til enda og var m.a. oftar en einu sinni með sex marka forskot í síðari hálfleik.


Þetta er í þrítugasta sinn sem Telekom Veszprém vinnur ungversku bikarkeppnina í karlaflokki, þar af þriðja árið í röð.


Bjarki Már skoraði fimm mörk í leiknum en hann skoraði sex mörk í undanúrslitaleiknum á Tatabánya í gær. Daninn Rasmus Lauge var markahæstur með 10 mörk.


Þetta er fyrsti stóri bikarinn sem Bjarki Már vinnur með Veszprém eftir hann gekk til liðs við félagið fyrir nærri ári.

Bjarki Már varð bikarmeistari með Lemgo vorið 2021 og hefur þar með unnið bikarkeppnina í tveimur löndum á ferlinum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -