- Auglýsing -
- Auglýsing -

Bjarki Már heldur uppteknum hætti – Lemgo í undanúrslit

Bjarki Már Elísson leikmaður Veszprém og íslenska landsliðsins. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Bjarki Már Elísson heldur áfram að fara á kostum með þýska liðinu Lemgo. Hann átti enn einn stórleikinn í kvöld þegar bikarmeistarar Lemgo tryggðu sér sæti í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar með sigri á Melsungen, 28:24, á heimavelli í átta liða úrslitum. Liðin mættust í úrslitum bikarkeppninnar á síðustu leiktíð.


Bjarki Már skoraði 10 mörk í 11 skotum, aðeins eitt skota hans missti marks. Þrjú markanna skoraði Bjarki Már úr vítaköstum. Hann var markahæsti leikmaður vallarins einu sinni sem oftar.


Elvar Örn Jónsson skoraði fjögur mörk og átti eina stoðsendingu fyrir lið Melsungen sem átti á brattann að sækja nánast frá upphafi. Lemgo var fimm mörkum yfir í hálfleik, 15:10, og náði mest sjö marka forskoti í síðari hálfleik og það oftar en einu sinni. Hálfri annarri mínútu fyrir leikslok munaði sex mörkum á liðunum, 28:22.


Arnar Freyr Arnarsson skoraði tvö af mörkum Melsungen og Alexander Petersson skoraði eitt mark og átti eina stoðsendingu.


Í undanúrslitum 23. apríl í Hamborg mætir Lemgo Þýskalandsmeisturum Kiel, eins og í undanúrslitum fyrir ári, og Magdeburg leikur við Erlangen í hinni viðureigninni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -