Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handknattleik hefur kallað inn Bjarka Má Elísson í stað Stiven Tobar Valencia sem var tilneyddur að draga sig út úr landsliðshópnum sökum meiðsla. Stiven gat ekki leikið með Benfica á laugardaginn gegn Sporting í portúgölsku 1. deildinni.
Í tilkynningu HSÍ segir að Bjarki Már komi til móts við íslenska landsliðið frá Ungverjalandi í dag en landsliðið kemur til Sarajevó upp úr miðjum degi.
Bjarki Már var síðast í landsliðinu á HM í janúar en meiðsli komu í veg fyrir að hann gæti leikið mótið á enda. Þá stökk Stiven Tobar inn í stað Bjarka Más.
Íslenska landsliðið mætir landsliði Bosníu í undankeppni EM 2026 í Sarajevó á miðvikudag. Flautað verður til leiks klukkan 18.
Eftir leikinn í Sarajevó kemur íslenska landsliðið rakleitt til Íslands og mætir georgíska landsliðinu í Laugardalshöll klukkan 16 á sunnudaginn. Miðasala á leikinn stendur yfir á stubb.is.
Íslenski hópurinn í Bosníu:
Markverðir:
Björgvin Páll Gústavsson, Val (283/26).
Viktor Gísli Hallgrímsson, Wisla Plock (68/2).
Aðrir leikmenn:
Orri Freyr Þorkelsson, Sporting (26/78).
Bjarki Már Elísson, One Veszprém (124/411).
Andri Már Rúnarsson, Leipzig (4/12).
Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (87/198).
Þorsteinn Leó Gunnarsson, FC Porto (15/26).
Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (101/105).
Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia HK (21/7).
Ýmir Örn Gíslason, Göppingen (102/46).
Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (70/154).
Haukur Þrastarson, Dinamo Búkarest (43/62).
Reynir Þór Stefánsson, Fram (0/0).
Janus Daði Smárason, Pick Szeged (96/170).
Kristján Örn Kristjánsson, Donni, Skanderborg AGF (35/69).
Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (88/317).
Viggó Kristjánsson, HC Erlangen (67/206).
Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen (52/156).
A-landslið karla – fréttasíða.
Ætlum að vinna og gera það almennilega
Undankeppni EM karla “26: úrslit leikja og staðan