- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Bjarki Már markahæstur – fjórði efstur frá upphafi

Bjarki Már Elísson leikmaður Veszprém og íslenska landsliðsins. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Bjarki Már Elísson varð markahæstur Íslendinga á heimsmeistaramótinu með 45 mörk í sex leikjum, 7,5 mörk að jafnaði í leik. Hann er einnig kominn í fjórða sæti á lista yfir markahæstu leikmenn Íslands á HM frá upphafi með 125 mörk.

HM 2023 – Milliriðlar, leikjadagskrá, staðan

Bjarki Már fór upp fyrir Patrek Jóhannesson í gær. Patrekur skoraði 121 mörk á sínum tíma. Eins fór Bjarki Már upp fyrir Snorra Stein Guðjónsson meðan á mótinu stóð. Snorri Steinn skoraði 112 mörk á HM frá 2003 til 2015.


Bjarki Már vantar ennþá 30 mörk til þess að jafna metin við Alexander Petersson sem er í þriðja sæti með 155 mörk. Guðjón Valur Sigurðsson, 294, og Ólafur Stefánsson, 227, eru í tveimur efstu sætunum.

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, og Sigvaldi Björn Guðjónsson. Mynd/Hafliði Breiðfjörð


Sem stendur er Bjarki Már annar í röðinni á skrá yfir markahæstu leikmenn mótsins. Markahæstur er Erwin Feuchtmann frá Chile með 46 mörk, einu fleira en Bjarki Már.
Hollendingurinn Kay Smits er í þriðja sæti með 38 mörk. Jean-Pierre Dupoux, Brasilíu, er fjórði með 35 mörk. Þar á eftir eru Daninn Mathias Gidsel með 34 mörk eins og Miklos Vujovic frá Svartfjallalandi. Gidsel á leik til góða á aðra þá sem taldir hafa verið upp.

Eftirtaldir skoruðu mörk Íslands á HM 2023:

Bjarki Már Elísson45
Sigvaldi Björn Guðjónsson21
Elliði Snær Viðarsson19
Ómar Ingi Magnússon19
Gísli Þorgeir Kristjánsson18
Óðinn Þór Ríkharðsson18
Janus Daði Smárason16
Kristján Örn Kristjánsson, Donni14
Viggó Kristjánsson13
Aron Pálmarsson9
Arnar Freyr Arnarsson5
Björgvin Páll Gústavsson4
Elvar Örn Jónsson3
Elvar Ásgeirsson2
Hákon Daði Styrmisson1
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -