- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Bjarki Már markahæstur í sigurleik – Viktor og Orri töpuðu – myndskeið

Leikmenn Veszprém vinna hvern leikinn á eftir öðrum í Meistaradeild Evrópu. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -


Bjarki Már Elísson var markahæstur hjá Veszprém í kvöld þegar liðið sótti pólsku meistarana Wisla Plock heim í sjöundu umferð A-riðils Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Bjarki Már skoraði sjö mörk í átta skotum og átti eina stoðsendingu í þriggja marka sigri Veszprém, 27:24. Aron Pálmarsson skoraði ekki í leiknum en átti þrjár stoðsendingar.

Viktor Gísli Hallgrímsson var sjö síðustu mínútur leiksins í marki Wisla Plock. Hann náði ekki verja eitt skot á þeim tíma. Miha Zarabec skoraði 10 mörk fyrir Wisla.

Luca Cindric var næstur á eftir Bjarka Má hjá Veszprém með sex mörk. Línumaðurinn Ludovic Fabregas skoraði einnig sex mörk.

Veszprém er efst í A-riðli með 12 stig eins og PSG sem vann Sporting Lissabon, 30:28, í París. Orri Freyr Þorkelsson skoraði tvö mörk snemma leiks fyrir Sporting sem tapaði öðrum leik sínum í röð. Jan Gurri Aregay var markahæstur hjá Sporting með sex mörk.

Elohim Prandi, Kmail Syprzak og Yahia Omar skoruðu sex mörk hvor fyrir PSG. Hollendingurinn Luc Stein skoraði þrjú mörk en gaf níu stoðsendingar.

Staðan í A-riðli:

Standings provided by Sofascore

Sjá einnig: Íslendingar í sigurliðunum þremur í Meistaradeild

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -