- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Bjarki Már og félagar leika til úrslita á HM

Kampakátir leikmenn Veszprém með sæti í úrslitum HM félagsliða í dag. Bjarki Már er þriðji f.v. í efri röð. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

Bjarki Már Elísson og samherjar í ungverska meistaraliðinu MKB Veszprém KC leika til úrslita á heimsmeistaramóti félagsliða í handknattleik á morgun. Veszprém gerði sér lítið fyrir og lagði Evrópumeistara Barcelona, 39:34, í undanúrslitaleik í dag í Kaíró í Egyptalandi.

Síðar í dag skýrist hvort SC Magdeburg eða egypska meistaraliðið Al Ahly mætir Veszprém í úrslitaleiknum á fimmtudaginn. Magdeburg hefur unnið keppnina síðustu tvö ár. Eftir nokkru er að slægjast því talsverð peningaverðlaun eru í boði fyrir sigurliðið.

Vann sitt gamla lið

Framlengja varð undanúrslitaleik Barcelona og Vesprém eftir að ungverska liðið, undir stjórn fyrrverandi þjálfara Barcelona, Xavier Pascual, skoraði tvö síðustu mörkin í venjulegum leiktíma, 29:29. Leikmenn Veszprém léku á als oddi í framlengingunni og skoruðu 10 mörk gegn fimm frá Katalóníuliðinu.

Xavier Pascual þjálfari Veszprém fagnaði sigri gegn sínum fyrrverandi lærisveinum. Ljósmynd/EPA

Bjarki Már skoraði ekki mark í leiknum. Hugo Descat, sem leikur í vinstra horninu eins og Bjarki Már, skoraði níu mörk fyrir Veszprém eins og Nedim Remili. Yehia Mohamed Yehia Elderaa var næstur með sjö mörk. Spánverjinn Rodrigo Corrales varði 17 skot, 35%.

Aleix Gomez skoraði 10 mörk fyrir Barcelona og Dika Mem var með níu mörk. Emil Nielsen varði 12 skot, 33% í marki Barcelona. Gonzalo Perez De Vargas náði sér ekki á strik og varði aðeins 1 skot af þeim 16 sem hann fékk á sig á liðlega 18 mínútum.

Bjarki Már margverðlaunaður

Þess má geta að Bjarki Már vann HM félagsliða tvö ár í röð með Füchse Berlin 2015 og 2016 auk þess að hreppa silfurverðlaun 2017 og 2018.

Ítarlegri tölfræði leiks Barcelona og Veszprém.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -