- Auglýsing -
- Auglýsing -

Bjarki Már sá sjötti sem rýfur 100 marka múrinn

Bjarki Már Elísson fagnar einu af átta mörkum sínum í leiknum við Suður Kóreu í gær. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Bjarki Már Elísson varð í gærkvöld sjötti landsliðsmaðurinn til þess að skora yfir 100 mörk fyrir íslenska landsliðið á heimsmeistaramóti í handknattleik. Annað markið sem Bjarki Már skoraði í leiknum við Suður Kóreu í Kristianstad Arena, úr vítakasti, var eitthundraðasta markið. Hann kom íslenska landsliðinu um leið í fjögurra marka forskot, 5:1, eftir sjö mínútna leik. 

Bjarki Már hefur alls skorað 106 mörk fyrir landsliðið á HM, þar af 26 á mótinu sem stendur nú yfir. HM-leikir Bjarka Más eru 22 á fjórum mótum, 2017 í Frakklandi, 2019 í Þýskalandi og Danmörku, 2021 í Egyptalandi og nú í Svíþjóð og Póllandi. 

Í marka klúbbnum eru: 

mörkleikirmeðalt.
Guðjón Valur Sigurðsson294575,2
Ólafur Stefánsson227544,2
Alexander Petersson151344,4
Patrekur Jóhannesson121343,6
Snorri Steinn Guðjónsson112323,5
Bjarki Már Elísson106224,8


Aron Pálmarsson komst upp að hlið Valdimars Grímssonar í gærkvöld. Þeir eru næstir á eftir Bjarka Má með 95 mörk hvor.

Milliriðill 2 (Gautaborg)
18. janúar:
Portúgal – Brasilía, kl. 14.30.
Grænhöfðaeyjar – Ísland, kl. 17.
Svíþjóð – Ungverjaland, kl. 19.30.
20. janúar:
Brasilía – Ungverjaland, kl. 14.30.
Grænhöfðaeyjar – Portúgal, kl. 17.
Ísland – Svíþjóð, kl. 19.30.
22. janúar:
Grænhöfðaeyjar – Ungverjaland, kl. 14.30.
Brasilía – Ísland, kl. 17.
Svíþjóð – Portúgal, kl. 19.30.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -