- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Bjarki Már skoraði fyrstu mörk sín í Meistaradeildinni

Nedim Remili leikmaður Veszprém sækir að Daymaro Salina liðsmanni Porto í leiknum í kvöld. Remili skoraði 10 mörk í leiknum. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Bjarki Már Elísson lék sinn fyrsta leik í Meistaradeild Evrópu á keppnistímabilinu í kvöld og skoraði fimm mörk í jafn mörgum tilraunum í tíu marka sigri Telekom Veszprém á Porto, 44:34, á heimavelli í kvöld. Bjarki Már er óðum að ná sér á flug eftir að hafa gengist undir aðgerð á hné í lok júní.

Með sigrinum færðist Veszprém upp í þriðja sæti B-riðils keppninnar með sex stig eftir þrjá leiki.


Nedim Remili var markahæstur með 10 mörk hjá Veszprém. Nikolaj Christensen var markahæstur hjá Porto með átta mörk.

Í sama riðli þá lagði Montpellier liðsmenn Celje Lasko í Slóveníu, 31:29, í jöfnum leik.

Haukur skoraði í Kiel

Í A-riðli skoraði Haukur Þrastarson einnig í fyrsta sinn í Meistaradeildinni á leiktíðinni fyrir Kielce í fjögurra marka tapi liðsins í heimsókn til THW Kiel, 35:31. Þýska liðinu hefur vegnað illa í síðustu leikjum í þýsku deildinni en hefur haldið sínu striki í Meistaradeildinni.

Eric Johansson og Elias Ellefsen á Skipagøtu voru markahæstir hjá Kiel með sjö mörk hvor. Færeyingurinn þótt leika sérstaklega vel. Nicolas Tournat og Szymon Sicko skoruðu einnig sjö mörk hvor og voru atkvæðamestir leikmanna Kielce við að skora mörk.

Fimm leikir verða á dagskrá Meistaradeildar annað kvöld. Kolstad og SC Magdeburg verða þá m.a. á ferðinni.

Standings provided by Sofascore
Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -