Bjarki Már Elísson varð í dag þýskur bikarmeistari í handknattleik með liði sínu Lemgo. lemgo vann MT Melsungen, sem Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfar og Arnar Freyr Arnarsson leikur með, 28:24, í úrslitaleik í Hamborg. Um er að ræða fyrsta sigur Lemgo í þýsku bikarkeppninni í 19 ár. Um leið gekk fyrsta tækifæri Melsungen á því að vinna bikarkeppninni leikmönnum liðsins úr greipum.
Með sigrinum undirstrikaði Lemgo að sigur liðsins á Kiel í undanúrslitum í gær var engin tilviljun.
Bjarki Már skoraði fjögur mörk í leiknum, þar af var eitt úr vítakasti. Þetta er í fyrsta sinn sem hann verður þýskur bikarmeistari í handknattleik.
Der DHB-Pokal 2020 geht nach Lemgo! Herzlichen Glückwunsch an den @tbvlemgolippe 👏🏆 #Handball @liquimoly_hbl
— DHB_Nationalteams (@DHB_Teams) June 4, 2021
_ _
📸 Imago Images/Holsteinoffice pic.twitter.com/kwu2zSi1gQ
Melsungen var yfir í leiknum framan af, m.a. 11:9. Eftir að Lemgo jafnaði metin, 12:12, skoraði liðið þrjú síðustu mörk hálfleiksins var yfir, 15:12, að honum loknum. Í síðari hálfleik lék aldrei vafi á um hvort liðið færi með sigur úr býtum. Lemgo var með yfirhöndina allan hálfleikinn og munaði mest sex mörkum og það oftar en einu sinni.
Arnar Freyr Arnarsson skoraði ekki mark fyrir Melsungen í leiknum en lét fyrir sér finna í varnarleiknum og var m.a. einu sinni vísað af leikvelli í tvær mínútur.
Bikarkeppninni sem lauk með glæsilegum sigri Lemgo í dag hófst haustið 2019. Undanúrslit og úrslit áttu að fara fram snemma á síðasta ári en var seinkað um ár vegna kórónuveirufaraldursins.