- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Bjarni Ófeigur flytur frá Svíþjóð til Þýskalands

Bjarni Ófeigur Valdimarsson leikur ekki fleiri leiki með GWD Minden. Mynd/GWD Minden
- Auglýsing -

Bjarni Ófeigur Valdimarsson hefur samið við þýska handknattleiksliðið GWD Minden til tveggja ára og gengur til liðs við félagið í sumar og um leið og Aðalsteinn Eyjólfsson tekur við þjálfun. Bjarni Ófeigur er að ljúka sínu þriðja keppnistímabili með IFK Skövde í vor.


Bjarni Ófeigur gekk til liðs við IFK Skövde frá FH á haustmánuðum 2020 og hefur síðan verið í hópi bestu manna liðsins en það lék til úrslita um sænska meistaratitilinn á síðasta vori.


Bjarni Ófeigur er 24 ára gamall og leikur í stöðu vinstri skyttu. Hann var kallaður til Ungverjalands til móts við íslenska landsliðið á EM 2022 þegar sem mest var um veikindi í íslenska landsliðshópnum. Bjarni Ófeigur kom ekkert við sögu í leik á mótinu þegar á hólminn var komið.


Óvíst er að GWD Minden er í fallhættu um þessar mundir og gæti það orðið örlög félagsins að falla í 2. deild í vor.

Margir Íslendingar leikið með félaginu

Fyrir er hjá GWD Minden Sveinn Jóhannsson og eins áður segir tekur Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfari Kadetten Schaffhausen í Sviss við þjálfun Minden-liðsins í vor. Talsvert margir Íslendingar hafa leikið með GWD Minden í gegnum tíðina. Má þar m.a. nefna Axel Axelsson, Ólaf H. Jónsson, Jón Pétur Jónsson, Sigurð Bjarnason, Patrek Jóhannesson, Snorra Stein Guðjónsson, Einar Örn Jónsson, Ingimund Ingimundarson, Gylfa Gylfason og Vigni Svavarsson.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -