- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Bjarni Ófeigur innsiglaði annað stigið

Bjarni Ófeigur Valdimarsson leikmaður Skövde t.v. Mynd/Aðsend
- Auglýsing -

Bjarni Ófeigur Valdimarsson tryggði IFK Skövde annað stigið í heimsókn liðsins til Alingsås HK í kvöld. Hann jafnaði metin, 26:26, þegar sex sekúndur voru til leiksloka. Skövde situr í fjórða sæti deildarinnar með 12 stig eftir 11 leiki og níu stigum á eftir IFK Kristianstad sem trónir á toppnum.


Bjarni Ófeigur þótti vera besti maður Skövde í kvöld. Hann skoraði fimm mörk og átti fimm stoðsendingar. Auk þess lét Bjarni Ófeigur talsvert til sín taka í vörninni en varð einu sinni að bíta í súra eplið og vera utan vallar í tvær mínútur.


Tryggvi Þórisson og félagar í Sävehof urðu fyrstir til þess að vinna stig af toppliði Kristianstad í kvöld. Liðin skildu jöfn í Partille, 28:28. Tryggvi kom lítið við sögu að þessu sinni. Sävehof situr í öðru sæti fjórum stigum á eftir Kristianstad.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -