- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Björgunarstarfið heldur áfram hjá Viggó

Viggó Kristjánsson leikmaður HC Erlangen og íslenska landsliðsins. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Viggó Kristjánsson átti stórleik með HC Erlangen í dag þegar liðið vann Stuttgart, 30:27, á útivelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik og lyftist um leið upp úr fallsæti í deildinni. Landsliðsmaðurinn var markahæstur hjá HC Erlangen með níu mörk og átti þar að auki sex stoðsendingar.


HC Erlangen situr eftir sigurinn í 16. sæti deildarinnar, komst tveimur stigum upp fyrir Bietigheim sem lagði Göppingen í gær, 31:30. Bietigheim hefur leikið þremur leikjum færra en HC Erlangen sem á þrjá leiki eftir óleikna.

Fyrr í dag vann Gummersbach liðsmenn Eisenach, 34:30, í austurhlutanum. Elliði Snær Viðarsson var allt í öllu hjá Gummersbach. Hann skoraði sjö mörk og var tvisvar vikið af leikvelli. Elliði Snær er greinilega allur í sókn eftir nokkra vikna fjarveru vegna meiðsla. Þetta var annar leikur hans eftir endurkomuna.

Teitur Örn Einarsson skoraði fjögur mörk og gaf þrjár stoðsendingar fyrir Gummersbach sem Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar eins og áður.

Þýski landsliðsmaðurinn Marko Grgic skoraði 13 mörk fyrir Eisenach, sex þeirra úr vítaköstum.

Önnur úrslit í þýsku 1. deildinni í dag voru að THW Kiel var heillum horfið botnlið Potsdam, 25:22, og Rhein-Neckar Löwen vann óvæntan sigur á Flensburg, 33:28. Leikið var í Flensburg.

Staðan í þýsku 1. deildinni í handknattleik:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -