- Auglýsing -
Lesendur handbolta.is völdu Björgvin Pál Gústavsson besta leikmann íslenska landsliðsins í sigurleiknum á Portúgal á heimsmeistaramótinu í handknattleik.
Björgvin Páll hlaut yfirburða kosningu, hlaut 57,1% atkvæða í kosningu sem stóð yfir á handbolta.is í rúmlega klukkutíma eftir að flautað var til leiks eftir stórgóðan sigur íslenska landsliðsins, 30:26, í Kristianstad Arena í kvöld.
Björgvin Páll Gústavsson | 57,1% |
Ómar Ingi Magnússon | 15,3% |
Bjarki Már Elísson | 12,9% |
Elliði Snær Viðarsson | 8,6% |
Elvar Örn Jónsson | 3,1% |
Aðrir minna. |
Handbolti.is þakkar lesendum sínum fyrir þátttökuna og minnir um leið á að leikurinn verður endurtekinn eftir hvern leik íslenska landsliðsins mótið á enda.
D-riðill (Kristianstad) 14. janúar: Portúgal – Suður Kórea, kl. 17. Ísland – Ungverjaland, kl. 19.30. 16. janúar: Suður Kórea – Ísland, kl. 17. Portúgal – Ungverjaland, kl. 19.30.
Leikjadagskrá, úrslit og staðan á HM.
- Auglýsing -