- Auglýsing -
Björgvin Páll Gústavsson annar markvarða landsliðsins í handknattleik hefur skorið skegg sitt fyrir leikinn við Argentínu á heimsmeistaramótinu í dag. Hann hefur árum saman skartað vel snyrtu rauðu alskeggi. Nú er að sjá á myndum frá upphitun landsliðsins að skeggið er fokið út í veður og vind og markvörðurinn skartar nýju útliti.
Björgvin Páll leikur í dag sinn 281. landsleik og þann fyrsta um langt árabil án rauða skeggsins.
Leikur Íslands og Argentínu hefst klukkan 14.30 í Zagreb Arena í Króatíu.
- Auglýsing -