- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Björgvin Páll tíundi til að leika 250 landsleiki

Hinn þrautreyndi landsliðsmarkvörður Björgvin Páll Gústavsson útilokar ekki framboð til forseta Íslands í sumar. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Björgvin Páll Gústavsson markvörður íslenska landsliðsins í handknattleik leikur sinn 250. landsleik á morgun þegar íslenska landsliðið leikur við landslið Grænhöfðaeyja á heimsmeistaramótinu í handknattleik. Hann verður tíundi leikmaður til að leika a.m.k. 250 landsleiki fyrir Ísland, samkvæmt kokkabókum HSÍ.


Sinn fyrsta A-landsleik lék Björgvin Páll gegn Pólverjum í Ólafsvík 1. nóvember 2003.


Björgvin Páll hefur leikið 42 leiki á sjö heimsmeistaramótum og skoraði átta mörk. Hans fyrsti leikur á heimsmeistaramóti var gegn Ungverjum í Nörrköping í Svíþjóð 2011. Leikinn vann íslenska landsliðið, 32:26.

Björgvin Páll stóð í markinu allan leikinn og varði 11 skot samkvæmt talningu Kristjáns Jónssonar blaðamanns Morgunblaðsins sem fylgdist með leiknum. Aron Pálmarsson, sem er enn samherji Björgvin Páls í landsliðinu, var markahæstur með átta mörk og nú sem áður var Guðmundur Þórður Guðmundsson við stjörnvölin á hliðarlínunni.


Neðantaldir níu handknattleiksmenn hafa leikið 250 landsleiki samkvæmt talningu HSÍ.

Nafn:Fjöldi leikja:
Guðmundur Hrafnkelsson407
Guðjón Valur Sigurðsson364
Geir Sveinsson340
Ólafur Indriði Stefánsson330
Júlíus Jónasson288
Róbert Gunnarsson276
Valdimar Grímsson271
Snorri Steinn Guðjónsson257
Ásgeir Örn Hallgrímsson255

Milliriðill 2 (Gautaborg)
18. janúar:
Portúgal – Brasilía, kl. 14.30.
Grænhöfðaeyjar – Ísland, kl. 17.
Svíþjóð – Ungverjaland, kl. 19.30.
20. janúar:
Brasilía – Ungverjaland, kl. 14.30.
Grænhöfðaeyjar – Portúgal, kl. 17.
Ísland – Svíþjóð, kl. 19.30.
22. janúar:
Grænhöfðaeyjar – Ungverjaland, kl. 14.30.
Brasilía – Ísland, kl. 17.
Svíþjóð – Portúgal, kl. 19.30.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -