- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Björgvin Páll verður áfram hjá Val næstu þrjú ár

Björgvin Páll Gústavsson markvörður Vals. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Björgvin Páll Gúsatavsson landsliðsmarkvörður hefur framlengt samning sinn við Val til næstu þriggja ára, út leiktíðina 2028. Björgvin Páll, sem er 39 ára gamall, hefur leikið með Val frá 2021 er hann kom frá Haukum og verið hluti af sigursælu liði Vals sem m.a. varð Íslands- og bikarmeistari 2022 og bikarmeistari á síðasta ári og einnig Evrópubikarmeistari.


Björgvin Páll er reyndasti markvörðurinn í íslenskum handknattleik í dag og næst landsleikjahæsti markvörður landsliðsins frá upphafi með 281 leik og 25 mörk. Hann hefur tekið þátt í öllum stórmótum landsliðsins, 18 talsins, frá og með Ólympíuleikunum 2008.

„Það var hvalreki fyrir okkur þegar Björgvin Páll ákvað að ganga til liðs við okkur 2021. Síðan þá hefur hann staðið á milli stanganna hjá okkur og verið besti markvörður Olísdeildarinnar.
Björgvin Páll hefur ekki aðeins staðið sig frábærlega í markinu, hann hefur einnig komið inn í félagið okkar af þvílíkum krafti og metnaði og haft mjög jákvæð áhrif á allt félagið okkar,“ segir Jón Halldórsson formaður handknattleiksdeildar Vals í tilkynningu frá félaginu.

Frá 2007 til 2020, að einu ári undanskildu, lék Björgvin Páll með félagsliðum í Þýskalandi, Sviss og Danmörku.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -