- Auglýsing -
Blær Hinriksson lét til sín taka í fyrsta leik sínum með þýska 1. deildarliðinu SC DHfK Leipzig í gær. Hann var næst markahæstur með sjö mörk í þriggja marka sigri SC DHfK Leipzig á 3. deildarliðinu EHV Aue, 37:34. Leikið var í Sachsenhalle að viðstöddum 650 áhorfendur. Ekki var rúm fyrir fleiri.
Aðeins er vika liðin síðan Blær kom til félagsins frá Aftureldingu.
Ekki verður slegið slöku við æfingaleiki hjá Leipzig-liðinu. Næst verða Blær og félagar í eldlínunni á föstudaginn þegar þeir mæta Dessau-Roßlauer HV 06.
Keppni í þýsku 1. deildinni hefst eftir rúman mánuð.
- Auglýsing -