- Auglýsing -

Blær hefur skrifað undir hjá Leipzig

- Auglýsing -


Blær Hinriksson hefur skrifað undir samning við þýska handknattleiksliðið SC DHfK Leipzig samkvæmt heimildum handbolta.is. Blær hefur verið sterklega orðaður við SC DHfK Leipzig síðustu vikur en handbolti.is sagði frá því fyrir nærri mánuði að félagið hefði Blæ undir smásjá, m.a. til að bregðast við meiðslum Simon Ernst sem verður frá keppni framan af næsta keppnistímabili.


Blær verður þar með einn þrettán íslenskra handknattleiksmanna í þýsku 1. deildinni á næstu leiktíð. Auk þess verða þrír íslenskir þjálfarar við störf í deildinni.

Blær gekk til liðs við Afturelding frá HK fyrir fimm árum og hefur síðan verið ein helsta kjölfesta Aftureldingarliðsins. Hann var einn þeirra leikmanna sem Gunnar Magnússon fékk til félagsins þegar hann tók við þjálfun Aftureldingar.

Afturelding hefur þegar bætt við sig manni til að freista þess að fylla skarð Blæs. Daninn Oscar Lykke hefur samið við Mosfellinga.

Blær er orðaður við þýskt félagslið

Eftir því sem næst verður komist hefjast æfingar hjá SC DHfK Leipzig annan mánudag, 21. júlí.

Nokkrar breytingar

Nokkrar breytingar hafa orðið á málum hjá SC DHfK Leipzig. Raúl Alonso tekur við þjálfun af Rúnari Sigtyggssyni. Auk þjálfaraskiptanna hafa fimm leikmenn róið á ný mið, þar á meðal landsliðsmaðurinn Luca Witzke. Aðrir fimm hafa komið í staðinn að Blæ meðtöldum.

Auk þess hefur verið þrálátur orðrómur síðustu vikur þess efnis að Andri Már Rúnarsson vilji losna undan samningi við félagið en hann á ár eftir af samningstíma sínum.

Andri Már sagður vilja fara – orðaður við þrjú evrópsks félagslið

Uppsagnarákvæði í samningi Andra Más – það er hans að ákveða

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -