Blær Hinriksson var atkvæðamestur hjá Leipzig í gær í sínum fyrsta leik í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Hann skoraði átta mörk, fjögur þeirra úr vítaköstum, í fjögurra marka tapi í heimsókn til Eisenach, 31:27. Blær kom til Leipzig í sumar frá Aftureldingu.
Bæði lið hafa tekið nokkrum breytingum í sumar, m.a. er nýir menn í brúnni. Ljóst er að nokkuð vantar ennþá upp hjá Leipzig sem var í mesta basli á síðari helmingi síðustu leiktíðar.
Flensburg tapaði stigi
Wetzlar náði fremur óvæntu jafntefli við Flensburg í hinni viðureign þýsku 1. deildarinnar í gær, 33:33. Miklu er búist við af Flensborgarliðinu á tímabilinu. Liðið missti niður tveggja marka forskot á síðustu mínútum gegn harðskeyttum liðsmönnum Wetzlar sem Momir Ilic þjálfar um þessar mundir.