- Auglýsing -
„Leikirnir voru frábærir, bæði lið léku frábæran handbolta sem fólk hefur vonandi haft gaman af því að fylgjast með. Við vorum marki betri þegar upp var staðið,“ sagði Valsmaðurinn Vignir Stefánsson við handbolta.is í gær eftir að hann varð Íslandsmeistari annað árið í röð með Val eftir fjórða leik liðanna í Vestmannaeyjum, á bernskuslóðum Vignis.
„Við erum mjög ánægðir með tímabilið. Við unnum alla nema Lemgo í Evróukeppninni,“ sagði Vignir ennfremur léttur í bragði.
„Það eru örlítið blendnar tilfinningar að vinna bikarinn hér í Eyjum og fagna eftir sigur á ÍBV. Fjölskyldan mín var í báðum stuðningsmannaliðunum í leiknum, foreldrar mínir og frændfólk. Blendnar tilfinningur en ógeðslega sætt,“ sagði Vignir Stefánsson hornamaður Vals kampakátur.
- Auglýsing -