- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Blomberg-Lippe vann sinn riðil og mætir spænsku meisturunum

Andrea Jacobsen landsliðskona og leikmaður Blomberg-Lippe. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Andrea Jacobsen landsliðskona í handknattleik skoraði eitt mark þegar Blomberg-Lippe vann Motherson Mosonmagyarovari KC frá Ungverjalandi, 33:28, í sjöttu og síðustu umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik í gær. Blomberg-Lippe varð í efsta sæti C-riðils með 10 stig af 12 mögulegum.

Díana Dögg Magnúsdóttir leikmaður Blomberg-Lippe er ennþá frá keppni en hún ristarbrotnaði í fyrri viðureigninni við ungverska liðið fyrir rúmum mánuði.

Error, no group ID set! Check your syntax!

Spænsku meistararnir bíða

Í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar sem fara fram tvær síðustu helgarnar í mars mætir Blomberg-Lippe spænska meistaraliðinu Super Amara Bera Bera sem hafnaði í öðru sæti D-riðils. Fyrri viðureignin verður í San Sebastián í Baskalandi á Spáni.

Elías Már er úr leik

Elías Már Halldórsson þjálfari Fredrikstad Bkl varð að bíta í það súra epli að sitja eftir í D-riðli. Fredrikstad Bkl. tapaði á heimavelli fyrir Paris 92, 29:28, í gær. Þar með situr Fredrikstad Bkl. í þriðja sæti D-riðils. Úrslit síðasta leiksins á milli Bensheim/Auerbach og Super Amara Bera Bera í dag skipta engu máli eins og og þau hefði e.t.v. haft ef Fredrikstad Bkl. hefði unnið leik sinn í gær.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -