- Auglýsing -
- Auglýsing -

Börn á Dalvík streymdu á handboltaæfingar

Frá handboltaæfingu barna á Dalvík á síðasta laugardag. Mynd/Facebooksíða Þórs Ak.

Mjög góðar undirtektir voru við fyrstu handknattleiksæfingu Þórs á Akureyri í íþróttahúsinu á Dalvík á laugardaginn var. Fjöldi barna mættu á æfingarnar sem skipt var niður í tvo hópa, annarsvegar fyrir börn í 1. til 4. bekk og hinsvegar úr 5. til 7. bekk.


Áfram verður æft á næsta laugardag. Þá verða æfingar fyrir yngri hópinn frá klukkan 13 til 14 en þann eldri á milli 14 og 15.


Þórsarar ákváðu í vor að færa út kvíarnar og hefja æfingar til reynslu á Dalvík þar sem afar gott íþróttahús er auk þess að í bænum hafa í gegnum tíðina leynst handknattleiksmenn og ríkt talsverður áhugi fyrir íþróttinni.


Þórsarar hvetja alla sem áhuga hafa til þess að mæta á æfingarnar sem verða án endurgjalda til að byrja með.


- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -