- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Níu marka sigur í Sarajevó – efsta sætið í höfn

Elvar Örn Jónsson var markahæstur í íslenska liðinu ásamt Bjarka Má Elíssyni með sjö mörk. Elvar skoraði mörk sín í síðari hálfleik. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Íslenska landsliðið vann öruggan sigur á Bosníu, 34:25, í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik karla í kvöld en leikið var í Sarajevó. Ísland var fimm mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 18:13, og náði fyrst 10 marka forskoti, 27:17, þegar síðari hálfleikur var rétt tæplega hálfnaður.

Ísland hefur þar með tryggt sér efsta sæti 3. riðils undankeppninnar með 10 stig eftir fimm leiki. Um leið hefur landsliðið unnið allar þrjár viðureignir sínar á útivelli í undankeppninni á sannfærandi hátt sem ekki alltaf hefur verið staðreynd í gegnum tíðina.

Georgía er í öðru sæti riðilsins með fjögur stig og mætir Grikkjum í Tblisi á morgun. Bosníumenn og Grikkir hafa tvö stig hvorir.

Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari er ennþá taplaus í undankeppni stórmóts á útivelli. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð

Lokaleikur íslenska landsliðsins í undankeppninni fer fram í Laugardalshöll á sunnudaginn klukkan 16. Georgíumenn koma í heimsókn.

Ísland – Georgía – miðasala.

Íslenska liðið skoraði fjögur fyrstu mörkin í leiknum. Bosníumenn skoruðu fyrsta mark sitt eftir rúmlega sjö mínútur og eitt leikhlé.

Varnarleikur íslenska liðsins var slakur lengst af fyrri hálfleiks og markvarslan var sama skapi nær engin. Sóknarleikurinn gekk vel þótt kafli kæmi upp úr miðjum hálfleik þegar hik var á mönnum.

Bjarki Már Elísson var kallaður inn í landsliðið með skömmum fyrirvara og nýtti tækifærið afar vel. Lék allan leikinn og skoraði sjö mörk úr átta skotum. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð.

Íslenska liðið gerði síðan algjörlega út um veikar vonir Bosníumanna á fyrsta stundarfjórðungi síðari hálfleiks. Vörn var betri og fjöldi marka var skoraður eftir hröð upphlaup og seinni bylgju. Með tíu marka forskot eftir 45 mínútur datt botninn aðeins úr leik íslenska liðsins um skeið en skánaði aftur á síðustu mínútum.

Undankeppni EM karla “26: úrslit leikja og staðan


Mörk Íslands: Bjarki Már Elísson 7, Elvar Örn Jónsson 7, Ómar Ingi Magnússon 6, Viggó Kristjánsson 4/1, Þorsteinn Leó Gunnarsson 4, Janus Daði Smárason 3, Óðinn Þór Ríkharðsson 2, Gísli Þorgeir Kristjánsson 1.
Varin skot: Viktor Gísli Hallgrímsson 4, 20% – Björgvin Páll Gústavsson 2, 18,2%.

Mörk Bosníu: Elmas Avdic 7, Domagoj Alilovic 6, Nedim Hadzic 3, Mislav Grgic 3, Luka Peric 2, Mirko Haseljic 2, Senjamin Buric 1, Pavle Pertovic 1/1.
Varin skot: Admir Ahmetasevic 5, 29,4% – Bekir Cordalija 5, 19,2%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Gangur leiksins: 0:4, 1:4, 1:5, 2:5, 2:6, 3:6, 3:7, 4:7, 4:8, 5:8, 5:9, 5:10, 6.10, 6.11, 6:12, 7:12. 7:13, 8:13, 8.14, 9:14, 9:15, 10:15, 11:15, 11:16, 12:16, 13:16, 13:17, 13:18, 14:18, 14:19, 14:20, 14:21, 15:21, 15:22, 16.22, 16:23, 17:23, 17:24, 17:25, 17:26, 17:27, 18:27, 19:27, 20:27, 21:27, 21:28, 21:29, 22:29, 22:30, 22:31, 22:32, 23:32, 23:33, 24:33, 24:34, 25:34.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu með aðstoð sjónvarpsútsendingar hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -