- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Botninn datt úr þegar markvörðurinn fékk boltann í andlitið

Aron Dagur Pálsson er kominn til Noregsmeistara Elverum. Mynd/Alingsås
- Auglýsing -

„Við spiluðum frábæra vörn allan fyrri hálfleikinn og markvarslan frábær en svo var skotið í andlitið á markverði okkar. Hann gat ekki leikið meira eftir það. Þar með var eins og allur takturinn dytti úr vörninni hjá okkur,“ sagði Aron Dagur Pálsson leikmaður Alingsås við handbolta.is í dag eftir að lið hans tapaði með eins marks mun fyrir Lugi á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik, 24:23.

Alingsås var fjórum mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 13:9. Með tapinu féll Alingsås úr fjórða sæti niður í sjötta.


Markvörðurinn, Anton Hagvall, hafði farið hamförum í marki Alingsås þegar hann fékk boltann í höfuðið, varið 17 skot og var með 60% hlutfallsmarkvörslu. Félagi Hagvall sem tók við náði sér ekki á strik.


Leikmenn Lugi gengu á lagið og komust yfir. „Sóknarlega var þetta allt í lagi hjá okkur mest allan leikinn en við klikkum fullmikið á mjög góðum færum til að sigla þessu heim í dag, því miður,“ sagði Aron Dagur sem á eftir að leika einn leik til viðbótar á þessu ári, gegn Aranäs 30. desember.

Við árslok verða leikirnir hjá Aroni Degi og félögum orðnir liðlega 30 samanlagt frá upphafi keppnistímabilsins í september. Auk sænsku deildarinnar hefur Alingsås tekið þátt í Evrópudeild EHF í haust og í vetur.


Daníel Freyr Andrésson stóð meirihluta leiksins í marki Guif þegar liðið tapaði fyrir HK Varberg á heimavelli, 27:21. Daníel varði fjögur skot af þeim 20 sem hann fékk á sig.


Bjarni Ófeigur Valdimarsson hefur ekki jafnað sig af meiðslum í nára og var þar af leiðandi ekki í leikmannahópi Skövde sem vann öruggan sigur á Aranäs, 24:17.


Staðan í sænsku úrvalsdeildinni:
Malmö 27(17), Ystads IF 27(18), Sävehof 24(18), Skövde 23(19), Lugi 23(19), Alingsås 23(19), Kristianstad 20(18), IFK Ystads 17(18), Hallby 16(18), Varberg 13(19), Önnereds 12(16), Guif 12(17), Redbergslid 11(17), Helsingborg 10(16), Aranäs 10(18).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -