Fyrstu umferð útsláttarkeppni Meistarardeildar Evrópu í kvennaflokki lauk í gær. Brest Bretagne, HB Ludwigsburg, CSM Búkarest og Odense Håndbold komust áfram en HC Podravka Vegeta, Rapid Búkarest, Krim Ljubljana og Storhamar sitja eftir. Axel Stefánsson er í þjálfararteymi Storhamar sem er í efsta sæti norsku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir.
Ljóst er hvaða lið mætast í átta liða úrslitum:
Brest Bretagne – Metz.
HB Ludwigsburg – Györi Audi ETO KC.
Odense Håndbold – FTC-Rail Cargo.
CSM Búkarest – Esbjerg.
–Fyrri umferð átta liða úrslita verður leikin 19. og 20. apríl. Liðin mætast öðru sinni viku síðar. Sigurliðin í átta liða úrslitum taka þátt í úrslitahelginni í Búdapest 31. maí og 1. júní.
Leikir helgarinnar
Brest Bretagne – HC Podravka Vegeta 35:27 (18:8).
Brest Bretagne vann samanlagt, 61:54.
Franska liðið Brest Bretagne Handball komst í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fyrsta sinn í þrjú ár. Liðið vann öruggan sigur á Podravka Vegeta frá Króatíu í síðari leiknum, 35:27. Podravka Vegeta að kom til Brest með eins marks forskot eftir fyrri viðureignina.
Franska liðið var í forystu frá fyrstu mínútu og jók smám saman forskot sitt upp í 10 mörk fyrir hálfleik. Hraðar sóknir og skyndisóknir andstæðinganna neyddu þjálfara Podravka, Ivica Obrvan, til að taka tvö leikhlé á aðeins þremur mínútum. Þau skiluðu ekki tilætluðum árangri. Katarina Filter, markvörður Brest fór á kostum í fyrri hálfleik með 50 prósent hlutfallsmarkvörslu.
Hjá króatíska liðinu stóðu Matea Pletikosic og Mia Brkic sig vel og skoruðu níu og sjö mörk hvor.
CSM Búkarest – Rapid Búkarest 28:22 (11:11).
CSM Bucuresti vann samanlagt, 62:46.
CSM sannaði enn og aftur hvert er sterkasta kvennalið í Búkarest með þriðja sigrinum gegn Rapid á aðeins einni viku og marséraði áfram enn eitt árið í átta liða úrslitum Meistaradeildar. Fyrri hálfleikur var langt frá því að vera auðveldur fyrir CSM. Denisa Sandru stal senunni í fyrri hálfleik með frábærri frammistöðu milli stanganna í marki Rapid. Með 13 varin skot, 54 prósenta markvörslu, hélt hún Rapid liði í jöfnum leik og kom í veg fyrir að CSM næði að stinga af strax í hálfleik, eins og þær gerðu í fyrri leiknum.
Góður leikur Sandru nýttist Rapid ekki sem skildi vegna þess sóknarleikur var einstaklega mistækur. CSM herti tökin á leiknum í síðari hálfleik. Eftir um 45 mínútna leik setti CSM í hærri gír og náði sex marka forskoti 22:16. Með nánast öruggan sigur í höndunum átti CSM auðvelt um vik fram að lokaflautinu.
Krim Ljubljana – HB Ludwigsburg 26:23 (10:11).
HB Ludwigsburg vann samanlagt, 54:47.
Eftir 10 marka sigur í fyrri viðureigninni þurfti þýska meistaraliðið Ludwigsburg aðeins að gæta þess að halda sjó í síðari leiknum við Krim í Ljubljana í höfuðborg Slóveníu. Þýska liðið tók engu að síðust frumkvæðið í upphafi leiksins og var með eins marks forskot í hálfleik, 11:10.
Leikmenn Krim sóttu í sig veðrið í síðari hálfleik og náðu fimm marka forskot þegar sjö mínútur voru eftir. Hægri skyttan Ana Gros gerði sitt ýtrasta til að hjálpa slóvenska liðinu við að ná forskoti og skoraði 10 mörk. Það dugði skammt til að snúa við taflinu á heildina litið.
Ludwigsburg komst í átta liða úrslitin annað árið í röð og naut góðs af stórleik Johönnu Bundsen, markvarðar, sem varði 15 skot með 38,4%. Sænski markvörðurinn er fyrsti markvörðurinn sem nær að verja 200 skot í deildinni á tímabilinu.

Odense Håndbold – Storhamar Handball 25:21 (16:11).
Odense Håndbold vann samanlagt, 58:41.
Eftir 13 marka sigur í fyrri leiknum í Noregi byrjaði Odense ekki vel gegn Storhamar á heimavelli og var undir 4:1 eftir aðeins sex mínútur. Leikmenn Odense vöknuðu af blundi sínum og vorum komnir með fimm marka forskot þegar fyrri hálfleik var út, 16:11, í hálfleik.
Maren Aardahl og Helene Gigstad Fauske leikmenn Odense skoruðu samtals 10 mörk. Heimaliðið hafði öll tök á leiknum í síðari hálfleik og vann með fjögurra marka mun og samanlagt með 17 marka mun.