Elín Klara Þorkelsdóttir leikmaður Hauka og markahæsti leikmaður Olísdeildar kvenna hefur vegna meiðsla þurft að draga sig úr íslenska landsliðshópnum sem tekur þátt í heimsmeistaramótinu sem hefst 29. nóvember.
Hún er með slitið liðband í ökkla og verður frá keppni af þeim sökum í fjórar til fimm vikur.
Arnar Pétursson landsliðsþjálfari hefur kallað Kötlu Maríu Magnúsdóttur leikmann Selfoss inn í hópinn í stað Elínar Klöru. Katla María hefur nokkrum sinnum verið í æfingahópi landsliðsins er hefur ekki leikið með A-landsliðinu.
Elín Klara meiddist á ökkla á æfingu með Haukum í síðustu viku. Vonir stóðu til að hún gæti náð heilsu fyrir heimsmeistaramótið. Í myndatöku á ökklanum í morgun kom fram að liðband er slitið og þar með verður ekki lengra haldið að þessu sinni meðan liðbandið jafnar sig. Vonir standa til að það gerist á fjórum til fimm vikum.
Fréttin var uppfærð.
Íslenska landsliðið fer til Noregs á morgun og tekur þátt í fjögurra liða móti með landsliðum Angóla, Noregs og Póllands á fimmtudag, laugardag og sunnudag. Fyrsti leikur íslenska landsliðsins á HM verður fimmtudaginn 30. nóvember gegn Slóveníu í DNB-Arena í Stavangri.
HM-hópurinn
Markverðir:
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, EH Aalborg (44/1).
Hafdís Renötudóttir, Valur (45/2)
Aðrir leikmenn:
Andrea Jacobsen, Silkeborg-Voel (41/46).
Berglind Þorsteinsdóttir, Fram (11/5).
Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (40/48).
Elín Rósa Magnúsdóttir, Val (4/11).
Elísa Elíasdóttir, ÍBV (4/0).
Hildigunnur Einarsdóttir, Val (96/108).
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Skara HF (6/8).
Katla María Magnúsdóttir, Selfoss (0/0).
Katrín Tinna Jensdóttir, Skara HF (5/0).
Lilja Ágústsdóttir, Val (10/4).
Perla Ruth Albertsdóttir, Selfossi (34/53).
Sandra Erlingsdóttir, Tus Metzingen (22/95).
Sunna Jónsdóttir, ÍBV (77/59).
Thea Imani Sturludóttir, Val (64/124).
Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Val (38/21).
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (123/348).
Starfsfólk:
Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari.
Ágúst Þór Jóhannsson, aðstoðarþjálfari.
Hlynur Morthens, markvarðaþjálfari.
Hjörtur Hinriksson, styrktarþjálfari.
Þorbjörg J. Gunnarsdóttir, liðsstjóri.
Jóhann Róbertsson, læknir.
Jóhanna Gylfadóttir, sjúkraþjálfari.
Tinna Jökulsdóttir, sjúkraþjálfari.
Róbert Geir Gíslason, fararstjóri.
Kjartan Vídó Ólafsson, fjölmiðlafulltrúi.
Leikir Íslands í D-riðli HM: 30. nóvember: Slóvenía - Ísland, kl. 17. 2. desember: Ísland - Frakkland, kl. 17. 4. desember: Angóla - Ísland, kl. 17. - Leikið verður í Stavanger Idrettshall (DNB-Arena) sem rúmar 4.100 áhorfendur í sæti. - Handbolti.is fylgir landsliðinu eftir á HM eins og grár köttur frá fyrsta leik til þess síðasta.