- Auglýsing -
- Auglýsing -

Elín Klara tognaði á ökkla – 12 dagar þangað til HM hefst

ELín Klara Þorkelsdóttir landsliðskona og leikmaður Hauka. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Landsliðskonan úr Haukum, Elín Klara Þorkelsdóttir, tognaði á ökkla á æfingu á dögunum og hefur síðan ekkert æft með liði sínu og var ekki með Haukum í kvöld í viðureign við Aftureldingu í Olísdeild kvenna. Eftir því sem handbolti.is kemst næst eru meiðsli ekki það alvarleg að þau eigi að koma í veg fyrir þátttöku Elínar Klöru með íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu sem hefst 29. nóvember.

Markahæst í Olísdeildinni

Ljóst virðist þó að meiðslin koma niður á undirbúningi hennar með landsliðinu fyrir mótið, alltént eins og útlitið er núna. Elín Klara hefur farið á kostum með Haukum fram til þessa í Olísdeildinni og er m.a. markahæst með 75 mörk í níu leikjum. Hún var valin besti leikmaður Olísdeildar kvenna á síðustu leiktíð.

Fjögurra liða mót

Áður en landsliðið hefur keppni á HM 30. nóvember gegn Slóvenum í Stavangri tekur það þátt í fjögurra liða móti í Hamri og í Lillehammer ásamt landsliðum Angóla, Noregs og Póllands. Mótið hefst á fimmtudaginn í Hamri með leik við Pólland.

Koma saman um helgina

Íslenska landsliðið kemur saman til æfinga á mánudaginn. Landsliðið, þjálfarar og starfsmenn flestir halda til Noregs á miðvikudaginn.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -