Þrír leikmenn Olís- og Grill 66-deilda karla gætu fengið meira en eins leiks keppnisbann vegna leikbrota sinna í 1. umferð deildanna á dögunum. Þetta kemur fram í úrskurði aganefndar HSÍ sem kveðinn var upp í gær en var fyrst birtur í morgun á vef sambandsins.
Um er að ræða Þórð Tandra Ágústsson leikmann Þórs, Jón Ásgeir Eyjólfsson leikmann Stjörnunnar og Aron Breka Oddnýjarson leikmann Fjölnis.
Aganefnd gaf félögum þremenninganna nokkrar klukkustundir til þess að senda inn athugasemdir. Nefndin hefur þegar úrskurðað þá í eins leiks bann en segir að brot þeirra geti verðskuldað lengra bann.
Arnór Róbertsson leikmaður Hauka 2 var auk þess úrskurðaður í eins leiks bann á fundi aganefndar í gær en brot hans kemur ekki til frekari skoðunar.
Minnt á afleiðingar stighækkandi áhrifum útlokana
Endijs Kusners leikmaður Harðar, Hulda Dagsdóttir leikmaður Fram, Susan Ines Barinas Gamboa leikmaður Aftureldingar og Sigurður Bjarki Jónsson leikmaður Fram2 sem einnig voru útilokuð í leikjum 1. umferðar verða gjaldgeng í næstu viðureignum liða sinna. Þau er minnt á afleiðingar stighækkandi áhrifum útlokana.
Aganefnd HSÍ | Úrskurður 09.09. ’25