Carlos Martin Santos er hættur þjálfun handknattleiksliðs Harðar í karlaflokki. Frá þessu var sagt í tilkynningu handknattleiksdeildar Harðar á samfélagsmiðlum í morgun. Tilkynningin um brotthvarf Santos kemur ekki í opna skjöldu eftir það sem á undan er gengið.
Santos kom til starfa hjá Herði fyrir fjórum árum. Undir hans stjórn vann lið félagsins upp úr 2. deild í Olísdeildina vorið 2022. Hörður féll úr Olísdeildinni í vor.
Þjálfarar – helstu breytingar 2023
Fram kemur í áðurnefndri tilkynningu, sem gefin er út á ensku, að stjórnendur Harðar greini frá ráðningu eftirmanns Santos á næstu dögum.
- Auglýsing -