- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Búum okkur undir erfiða leiki“

Frá æfingu Valsliðsins í keppnishöllinni í Arandjelovac í dag. Mynd/Aðsend
- Auglýsing -

„Við æfðum í keppnishöllinni í dag og það er tilhlökkun í hópnum,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Vals, við handbolta.is í kvöld þegar hann var nýlega búinn með liðsfund og æfingarmeð liðinu sem sem er statt í Arandjelovac í Serbíu. Valur mætir Bekament, sem er með bækistöðvar í fyrrgreindum bæ, á morgun og sunnudag í annarri umferð Evrópbikarkeppninnar. Báða daga verður flautað til leiks klukkan 16.


„Við búum okkur undir erfiða leiki þar sem lið Bekament hefur unnið fjóra af fyrstu fimm leikjum sínum í deildinni. Markmið okkar er að njóta þess að spila þessa leiki enda Evrópuleikir yfirleitt skemmtilegir og mikil reynsla fyrir leikmenn og aðra sem að liðinu standa,“ sagði Ágúst Þór ennfremur.

Hlynur Morthens með markvörð á æfingu. Mynd/Aðsend


Vonir standa til þess að sögn Ágústs Þórs að streymi verði frá báðum leikjunum á Facebooksíðu Bekamentliðsins.

https://www.facebook.com/ZRKBekament .

Mynd/Aðsend
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -