- Auglýsing -
- Auglýsing -

Byggðum upp gott forskot

Aron Kristjánsson, stýrði Haukum í síðasta sinn í Vestmannaeyjum í gær. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

„Upphafið var svolítið erfitt til að byrja með en við náðum að vera með eins til tveggja marka forystu framan af en þegar við gerðum breytingar um miðjan fyrri hálfleik þá kom aukinn kraftur í okkur. Að sama skapi dró heldur úr Aftureldingarmönnum. Þá byggðum við upp gott forskot sem lagði grunn að sigrinum,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka eftir öruggan sigur á Aftureldingu í Olísdeild karla í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í kvöld, 33:25.


„Við komum svolítið hægir inn í síðari hálfleikinn en það breyttist þegar við fórum yfir í 5/1 vörn og eftir að við náðum að bæta í forskot okkar þá var sigurinn aldrei í hættu,“ sagði Aron sem hefur bryddað upp á 5/1 vörn með spænsku afbrigði af og til í síðustu tveimur leikjum.


„Þetta er varnarleikur sem við höfum verið að vinna í eftir áramótin og erum jafnt og þétt að ná tökum á henni. Það tekur sinn tíma að læra vel inn á þennan varnarleik. Hún er aðeins frábrugðin þeirri 5/1 vörn sem menn hafa verið að spila,“ sagði Aron sem heldur áfram að bæta vopnum í búrið hjá liði sínu.


Þetta var fimmtándi sigur Hauka í 18 leikjum í Olísdeildinni á leiktíðinni og hefur liðið sjö stiga forskot í efsta sæti þegar fjórar umferðir erum eftir. Að vísu á FH, sem er í öðru sæti, leik til góða.

Staðan í Olísdeild karla.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -