Jordi Ribera, landsliðsþjálfari Evrópumeistara Spánar í handknattleik karla hefur valið þá 16 leikmenn sem hann ætlar að hafa með sér til Tókýó til þátttöku í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna. Af þeim getur hann teflt fram 14 leikmönnum og gert eina skiptingu á meðan leikarnir fara fram. Joan Canellas heltist úr lestinni á elleftu stundu en hann meiddist á kálfa í upphitun fyrir vináttuleik við Portúgal á laugardaginn.
Það kemur í ljós skömmu áður en flautað verður til fyrsta leiks Spánverja hvaða 14 leikmenn Ribera ætlar að veðja á.
Spænska landsliðið leggur af stað til Japan á fimmtudaginn.
Fyrsti leikur Spánverja verður gegn þýska landsliðinu, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar 24. júlí.
Markverðir:
Gonzalo Perez de Vargas, Bacelona.
Rodrigo Corrales Rodal, Veszprém.
Aðrir leikmenn:
Angel Fernandtez Pérez, Kielce.
Valedo Rivera Folch, Nantes.
Ferran Solé Sara, Paris SG.
Aleix Gomez Abello, Barcelona.
Viran Morros de Argila, Paris SG.
Antonio Garcia Robledo, BM Granolles.
Raul Enterrios, Barcelona.
Daniel Sarmiento, Saint-Raphaël.
Eduardo Gurbindo, Nantes.
Jorge Maqueda Peno, Veszprém.
Alex Dujshebaev, Kielce.
Julen Aguinagalde, Bidasoa.
Andria Figueras Trejo, Nantes.
Gedeón Guardiola, Lemgo.
- Myndasyrpa: Ísland – Bosnía í Laugardalshöll
- Brynjólfur heiðraður fyrir áratuga starf sitt fyrir HSÍ
- Myndaveisla: Það er hollt, gott og gaman að vera saman í Höllinni
- Andrea, Díana Dögg og félagar eru komar í úrslitahelgi bikarsins
- Ævintýralegur sigur Stjörnunnar á Akureyri – Grótta og ÍBV komust einnig í átta liða úrslit