Bob Hanning, landsliðsþjálfari Ítalíu í handknattleik karla, hefur valið 20 leikmenn sem hefja æfingar fyrir Evrópumótið 2. janúar í Trieste. Ítalska landsliðið verður fyrsti andstæðingur íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í Kristianstad Arena föstudaginn 16. janúar.
Ítalska landsliðið tekur þátt í...
Arnari Daða Arnarssyni var í gær sagt upp starfi aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla hjá Olísdeildarliði Stjörnunnar. Frá þessu er sagt á vef Handkastsins en Arnar Daði er annar ritstjóri fréttamiðilsins. Arnar Daði hefur verið aðstoðarþjálfari karlaliðs Stjörnunnar frá sumrinu 2024...
Leikstjórnandinn Ole Pregler yfirgefur Gummersbach um áramótin og gengur til liðs við Göppingen. Er það hálfu ári fyrr en til stóð. Í stað Pregler fær Gummersbach Svíann Ludvig Hallbäck frá Göppingen. Hann semur við Gummersbach til ársins 2028.
Danski handknattleiksmaðurinn...
Hendrik Pekeler tryggði THW Kiel annað stigið í hörkuleik við meistara SC Magdeburg, 26:26, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld er leikið var í Magdeburg að viðstöddum 6.600 áhorfendum í GETEC Arena í Magdeburg.
Þetta var aðeins annað...
Handknattleiksmaðurinn Ólafur Brim Stefánsson er sagður hafa samið við ítalska handknattleiksliðið Junior Fasano sem er með bækistöðvar á suðausturhluta landsins. Frá þessu segir á Handkastinu en Ólafur Brim hefur síðustu vikur leikið með Stjörnunni í Olísdeildinni.
Samningur Ólafs við ítalska...
Handknattleikslið Selfoss í Olísdeild kvenna hefur krækt í liðsauka fyrir síðari hluta átakanna í deildinni. Í morgun var tilkynnt að Marte Syverud frá Noregi hefði samið við lið félagsins til loka leiktíðarinnar. Systir hennar, Mia Kristin, hefur leikið með...
Leikið verður í tveimur efstu deildum karla í Þýskalandi á milli jóla og nýárs og einnig verður þá þráðurinn tekinn upp í efstu deild kvenna eftir hlé síðan fyrir heimsmeistaramót.
Frank Bohmann framkvæmdastjóri þýsku deildarkeppninnar í karlaflokki segir að...
Sandra Erlingsdóttir í ÍBV er sá leikmaður Olísdeildar kvenna sem gefið hefur flestar stoðsendingar í leikjum fyrstu 11 umferða deildarinnar. Sandra er skráð með 71 sendingu, eða 6,5 sendingar að jafnaði í hverjum leik. Sandra ber höfuð og herðar...
Andreas Palicka landsliðsmarkvörður Svíþjóðar er sagður kveðja norska liðið Kolstad í sumar og ganga til liðs við Füchse Berlin. Palicka kom til Kolstad fyrir yfirstandandi leiktíð. Fram undan er mikill samdráttur á öllum sviðum hjá Kolstad, m.a. launalækkun og...
Tveir handknattleiksmenn, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon, eru á meðal tíu efstu í kjöri Íþróttamanns ársins 2025 hjá Samtökum íþróttafréttamanna. Í morgun var upplýst hvaða íþróttamenn eru í tíu efstu sætum kjörsins sem verður lýst í 70....
Endurkjör Hassan Moustafa sem forseta IHF var persónulegur sigur hans en aftur á móti ósigur handboltaheimsins. Enn og aftur hefur íþróttin snúið baki við umbótum, gagnsæi og ábyrgð. Þess í stað hefur hún verðlaunað kerfi sem byggir á þögn,...
Mikið kurr er í kringum Didier Dinart, fyrrverandi landsliðsþjálfara og landsliðsmann Frakklands, hjá franska liðinu US Ivry. Hann er þjálfari liðsins að nafninu til en hefur sjaldan sést á æfingum síðan í sumar og er sagður í veikindaleyfi.
Á miðvikudaginn...
„Fyrsti landsleikurinn var 2003. Það ár er svo langt í burtu í minningunni en ég man engu að síður vel eftir honum þótt ég muni ekki eftir mörgum landsleikjum enda eru þeir að verða nærri 300,“ segir markvörðurinn þrautreyndi,...
Vonir standa til þess að næstu fjögur ár verði þau síðustu hjá Hassan Moustafa í stól forseta Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, vegna þess að á þingi sambandsins, sem lauk í gær, var samþykkt aldurshámark á frambjóðendur til stjórnarsetu hjá IHF.
Moustafa...
KA-maðurinn Bjarni Ófeigur Valdimarsson er ekki aðeins annar tveggja markahæstu leikmanna Olísdeildar karla að loknum 15 umferðum. Hann er einnig sá sem hefur gefið flestar stoðsendingar leikmanna deildarinnar. Bjarni Ófeigur hefur gefið 98 stoðsendingar sem skilað hafa KA mörkum,...