Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari Kúveit býr lið sitt undir Asíukeppnina sem fram fer í Kúveit síðar í mánuðinum. Kúveitar eru í æfingabúðum í Evrópu. Þeir steinlágu fyrir Slóvenum í Trebnje í Slóveníu í kvöld, 36:23.
Asíumeistaramótið hefst 15. janúar í hafnarborginni...
Ítalir, sem verða fyrsti andstæðingur Íslands í riðlakeppni Evrópumóts karla í handknattleik á föstudaginn í næstu viku, vann Rúmena, 35:34, í vináttulandsleik að viðstöddum 2.900 áhorfendum í keppnishöllinni í Trieste á Ítalíu í kvöld. Ítalir voru með yfirhöndina allan...
Ólafur Andrés Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsmaður, hefur ekkert getað leikið með HF Karlskrona í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik á yfirstandandi tímabili vegna hvimleiðra meiðsla. Ólafur Andrés er að glíma við brjósklos í baki.
Hann hefur lítið getað æft á tímabilinu vegna...
Elvar Örn Jónsson, landsliðsmaður í handknattleik, unir hag sínum vel hjá Evrópumeisturum SC Magdeburg. Þangað kom hann frá MT Melsungen, sem leikur einnig í þýsku 1. deildinni, síðastliðið sumar.
„Ég kann vel við mig hjá Magdeburg. Við höfum verið að...
Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur loks skýrt formlega frá breytingum á hlutverki Arnars Daða Arnarssonar hjá Stjörnunni.
Á aðfangadag skýrði Handkastið, þar sem Arnar Daði er annar ritstjóra, frá því að honum hafi verið sagt upp störfum sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá...
Handknattleiksdómararnir Svavar Ólafur Pétursson og Sigurður Hjörtur Þrastarson dæma Íslendingaslag í Hannover á sunnudaginn þegar Alfreð Gíslason og Dagur Sigurðsson leiða saman hesta sína og landslið Þýskalands og Króatíu. Um er að ræða síðari vináttuleik liðanna en þau mætast...
Sænska landsliðið í handknattleik varð fyrir skakkafalli í morgun þegar vinstri hornamaðurinn þrautreyndi, Jerry Tollbring, var að draga sig út úr hópnum vegna meiðsla í kálfa. Tollbring meiddist í viðureign Svía og Brasilíumanna í Jönköping í gær.
Pellas er ennþá...
„Ég hef aðeins verið í brasi með annan kálfann en vonandi heyrir það sögunni til. Síðustu daga höfum við stýrt álaginu til þess að auka líkurnar á að verða klár þegar á hólminn verður komið,“ sagði Bjarki Már Elísson...
Arnar Freyr Arnarsson, landsliðsmaður í handknattleik, rær á önnur mið í sumar þegar samningur hans við þýska félagið Melsungen rennur út.
Arnar Freyr, sem er 29 ára línumaður og sterkur varnarmaður, staðfesti tíðindin í samtali við mbl.is.
„Ég er mjög sáttur...
Nokkrir þekktir handknattleiksmenn verða að gera sér að góðu að fylgjast með Evrópumótinu í janúar heima í stofu, vegna meiðsla eða sökum þess að þeir hlutu ekki náð fyrir augum landsliðsþjálfara.
Danmörk: Emil Madsen, Thomas Arnoldsen.Svartfjallaland: Nebojsa Simic.Slóvenía: Miha Zarabec,...
Á sama tíma og leikmenn íslenska landsliðsins í handknattleik leika fyrir heiðurinn á Evrópumótinu í handknattleik er leikmönnum nokkurra landsliða mótsins heitið góðum greiðslum fyrir að ná árangri á mótinu. Meðal annars fá leikmenn landsliðs Norður-Makedóníu jafnvirði 4,8 milljóna...
Danski handknattleiksmaðurinn Mikkel Hansen hefur skorað flest mörk í kappleikjum Evrópumóts karla. Á átta Evrópumótum frá 2010 til 2024 skoraði Hansen 296 mörk í 56 leikjum.
Frakkinn Nikola Karabatic er mjög skammt á eftir með 295 mörk í 79 leikjum...
Ómar Ingi Magnússon, fyrirliði íslenska landsliðsins og leikmaður Evrópumeistara SC Magdeburg, hefur á yfirstandandi tímabili sem og undanfarin tímabil leikið afskaplega vel fyrir þýska liðið sem svo sannarlega hefur verið eftir tekið.
Sænski miðillinn Handbollskanalen nefnir Ómar Inga sérstaklega í...
Meiðsli halda áfram að herja á herbúðir króatíska landsliðsins í handknattleik og raska undirbúningi Dags Sigurðssonar landsliðsþjálfara. Í dag meiddist rétthenta skyttan Leon Ljevar á hné á æfingu. Hefur þátttaka hans á Evrópumótinu verið útilokuð. Eftir því sem fram...
Felix Claar fór fyrir sænska landsliðinu í kvöld þegar það vann brasilíska landsliðið, 34:27, í fyrri vináttuleik þjóðanna í handknattleik karla í Husqvarna Garden í Jönköping. Claar skoraði sjö mörk og sá um leið til þess að sænska landsliðið...