Nýr íþróttamálaráðherra, Inga Sæland, kemur til Kristianstad á morgun og verður á meðal áhorfenda á viðureign Íslands og Ungverjalands annað kvöld. Þetta hefur handbolti.is samkvæmt heimildum en gert er ráð fyrir komu ráðherrans í undirbúningi í keppnishöllinni fyrir leikinn...
Alfreð Gíslason mætir galvaskur til leiks í milliriðlum Evrópumóts karla í handknattleik með sveit sína eftir sigur á Spáni, 34:32, í hörkuleik í Jyske Bank Boxen í Herning í kvöld. Þjóðverjar hrepptu þar með efsta sæti A-riðils og fara...
Ekkert séríslenskt lag verður leikið í keppnishöllinni í Kristianstad annað kvöld fari svo að íslenska landsliðið í handknattleik vinni Ungverja. Þetta hefur handbolti.is samkvæmt heimildum. Gangi þetta eftir verða 3.000 Íslendingar í keppnishöllinni að taka til sinna og ráða...
Dagur Sigurðsson og liðsmenn hans í króatíska landsliðinu tryggðu sér í kvöld sæti í milliriðlakeppni Evrópumóts karla í handknattleik með öruggum sigri á Hollendingum, 35:29, í Malmö. Króatar verða þar með andstæðingur íslenska landsliðsins í milliriðlum síðar á mótinu....
Íslenska landsliðið kom saman til æfingar í Kristianstad Arena um miðjan daginn að undangengnum viðtölum við íslenska fjölmiðla sem eru í bænum. Framundan er úrslitaleikur við Ungverja um efsta sæti F-riðils Evrópumótsins á morgun, þriðjudag, klukkan 19.30.
Hafliði Breiðfjörð ljósmyndari...
Reikna má með að ekki verði töluð vitleysan í Fjósi Valsara á Hlíðarenda á morgun þegar Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari ársins 2025, og Guðjón Guðmundsson, Gaupi, fyrrverandi aðstoðarþjálfari landsliðsins og faðir núverandi landsliðsþjálfara í handknattleik, verða í pallborði fyrir...
Landsliðsmaðurinn Teitur Örn Einarsson er orðaður við þýsku handknattleiksliðin HSG Wetzlar og Frisch Auf Göppingen eftir því sem fram kemur á Instagram-síðu RThandball, sem oft hefur hitt naglann á höfuðið.Teitur Örn er á síðara ári sínu hjá Vfl Gummersbach....
„Þorsteinn Leó er á góðum stað og Einar Þorsteinn er að braggast eftir veikindi,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik spurður í dag um stöðuna á þeim tveimur leikmönnum sem ekki hafa enn leikið með íslenska landsliðinu í...
Uros Zorman má stýra slóvenska landsliðinu gegn Færeyingum í lokaumferð D-riðils Evrópumóts karla í handknattleik annað kvöld. Zorman var ekki úrskurðaður í leikbann á fundi aganefndar Evrópumótsins í morgun. Hann fékk rautt spjald eftir sjö mínútur í síðari hálfleik...
Einnar mínútu þögn verður fyrir viðureign Spánar og Þýskalands í 3. umferð Evrópumóts karla í handknattleik í Herning klukkan 19.30 í kvöld. Verður það gert til að minnast þeirra sem létust í lestarslysi í suðurhluta Spánar í gærkvöld.
Samkvæmt fregnum...
Selfyssingurinn Haukur Þrastarson kom eins og stormsveipur inn í leik íslenska landsliðsins gegn Pólverjum í gærkvöld. Hann kórónaði frammistöðu sína með stórkostlegu marki og ótrúlegum snúningi hálfri sjöttu mínútu fyrir leikslok. Eins og sagt er sjón er sögu ríkari....
Að vanda var kátína meðal stuðningsmanna íslenska landsliðsins í Kristianstad Arena í gærkvöld þegar Pólverjar voru lagðir, 31:23, í annarri umferð riðlakeppni Evrópumótsins. Sæti var tryggt í milliriðlum. Þrjú þúsund Íslendingar drógu ekkert af sér og studdu landsliðið með...
Framundan er mjög spennandi kvöld hjá leikmönnum og stuðningsmönnum liðanna sem eru í A-riðli Evrópumótsins í handknattleik. Fyrir síðustu leikina tvo er sú staða uppi að liðin fjögur eiga öll möguleiki á að komast í milliriðil. Lið þjóðanna fjögurra...
Alfreð Gíslason, þjálfari þýska karlalandsliðsins í handknattleik, viðurkenndi að hafa hlaupið illa á sig þegar hann tók leikhlé er Juri Knorr var í þann mund að jafna metin fyrir Þýskaland í tapleik fyrir Serbíu í A-riðli Evrópumótsins í Herning...
„Ég er ótrúlega ánægður með hvernig við komum inn í seinni hálfleikinn. Við vorum rosalega þéttir frá upphafi. Þetta var mjög öflugt,“ sagði Orri Freyr Þorkelsson landsliðsmaður í handknattleik sem skoraði sex mörk í síðari hálfleik og var markahæstur...