- Auglýsing -
- Auglýsing -

Efst á baugi

- Auglýsing -

Úlfurinn sá um Norðmenn – Þjóðverjar eru efstir

Alfreð Gíslason og liðsmenn hans standa vel að vígi í milliriðlakeppni Evrópumótsins í handknattleik karla eftir sigur á Noregi, 30:28, í síðasta leik kvöldsins í Jyske Bank Boxen í Herning. Markvörðurinn Andreas Wolff var maðurinn á bak við sigur...

Hefur ekki áhrif á þátttöku mína í mótinu

„Höggið sem ég fékk á öxlina mun ekki hafa nein áhrif á þátttöku mína í mótinu,“ sagði Orri Freyr Þorkelsson vinstri hornamaður íslenska landsliðsins við handbolta.is í dag er hann var spurður hvort þung bylta sem hann varð fyrir...

Ekki kinnbeinsbrotinn – fékk svakalegt högg

Haukur Þrastarson landsliðsmaður í handknattleik er ekki kinnbeinsbrotinn eftir harkalegt samstuð við einn sóknarmanna króatíska landsliðsins í viðureigninni í gær. Eftir myndatöku hefur verið staðfest að kjálkinn er óskaddaður. Haukur er hins vegar mikið bólginn á kinn og kjálka...
- Auglýsing -

Frakkar fóru illa með Portúgala

Frakkar rúlluðu yfir Portúgala í fyrsta leik 2. umferðar í milliriðli eitt á Evrópumóti karla í handknattleik í Jyske Bank Boxen í Herning í dag, 46:38. Frakkar byrjuðu með miklum látum og skoruðu 26 mörk á 26 mínútum og...

Hafdís lokaði markinu í Eyjum

Stórleikur Hafdísar Renötudóttur skóp tólfta sigur Vals í Olísdeild kvenna á leiktíðinni er liðið sótti ÍBV heim í dag og vann með fimm marka mun, 27:22, eftir að hafa verið þremur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 12:9. Hafdís...

Elvar Örn verður fjarverandi næstu 8 vikur

Elvar Örn Jónsson verður frá keppni í a.m.k. tvo mánuði eftir að hann handarbrotnaði í lok fyrri hálfleiks í viðureign Íslands og Ungverjalands á þriðjudaginn. Félagslið hans, Evrópumeistarar SC Magdeburg, greina frá meiðslum Elvars Arnar og fjarveru hans. Elvar Örn...
- Auglýsing -

Myndasyrpa: Ísland – Króatía, 29:30

Að vanda fylgdi Hafliði Breiðfjörð ljósmyndari íslenska landsliðinu eftir í gær þegar það lék við Króatíu á Evrópumótinu í handknattleik. Leikurinn tapaðist með eins marks mun, 30:29. Hafliði tapaði ekki þræðinum né fókusnum frekar en fyrri í viðureignum Íslands...

Áfram heldur Grótta að elta HK eins og skugginn

Grótta heldur áfram að elta HK, topplið Grill 66-deildar kvenna, eins og skugginn. Gróttukonur sóttu Fram 2 heim í Úlfarsárdal í gærkvöld og unnu öruggan sigur, 31:25, eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:12. Grótta...

Handboltahöllin: Tölfræðin hennar er galin

Ásbjörn Friðriksson og Einar Ingi Hrafnsson, sérfræðingar Handboltahallarinnar á Handboltapassanum, hrósuðu Ásdísi Höllu Hjarðar í hástert fyrir frábæra frammistöðu hennar í liði ÍBV þegar Eyjakonur unnu ÍR í 13. umferð Olísdeildarinnar. „Dugnaðurinn í henni, þarna eyðileggur hún hraðaupphlaup með því...
- Auglýsing -

Anton og Jónas dæma næsta leik hjá Alfreð

Handknattleiksdómararnir Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson standa í stórræðum á Evrópumótinu í handknattleik í kvöld þegar þeir dæma viðureign Þýskalands og Noregs í Jyske Bank Boxen í Herning í Danmörku klukkan 19.30. Þetta er fyrsti leikurinn sem þeir...

Myndasyrpa: Íslendingar fjölmenntu á fyrsta leik

Íslendingar fjölmenntu í Malmö Arena í gær og studdu dyggilega við bakið á íslenska landsliðinu þegar það mætti Króötum í fyrstu umferð milliriðlakeppni Evrópumótsins. Því miður dugði stuðningurinn ekki til þess að koma í veg fyrir tap Íslands í...

Hættir ekki fyrr en dagar hans verða taldir

Daninn Per Bertelsen, sem árum saman sat í framkvæmdastjórn Alþjóða handknattleikssambandsins, segist ekki hafa trú á að Hassan Moustafa forseti Alþjóða handknattleikssambandsins láti af embætti fyrr en dagar hans í þessari jarðvist verða taldir. Moustafa, sem verður 82 ára...
- Auglýsing -

Ómar Ingi er sá sjöundi í 100 marka klúbbinn á EM

Ómar Ingi Magnússon fyrirliði íslenska landsliðsins varð í gær sjöundi íslenski handknattleiksmaðurinn til þess að skora meira en 100 mörk fyrir landsliðið í lokakeppni Evrópumóts í handknattleik. Ómar Ingi skoraði átta mörk í leiknum og hefur þar með gert...

Handboltahöllin: Jólin hafa farið vel í okkar konu

Ekki var hjá því komist að ræða frammistöðu Hafdísar Renötudóttur í Handboltahöllinni á Handboltapassanum á mánudagskvöld. Hafdís varði 16 skot og var með 55% hlutfallsmarkvörslu í stórsigri Vals á KA/Þór í 13. umferð Olísdeildarinnar. „Hún er náttúrlega búin að vera...

Svíar einir efstir að lokinni fyrstu umferð

Svíar sitja einir í efsta sæti milliriðils tvö á Evrópumóti karla í handknattleik að lokinni fyrstu umferð. Svíar lögðu Slóvena, 35:31, í Malmö Arena í kvöld. Slóvenar voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 15:16. Svíar skoruðu þrjú fyrstu mörk...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -