Danski handknattleiksmaðurinn, Simon Hald, var fluttur á sjúkrahús snemma í síðari hálfleik í viðureign Danmerkur og Íslands í kvöld. Hald fékk tvö högg á höfuðið í fyrri hálfleik og leið ekki vel í hálfleik. Nikolaj Jakobsen staðfesti við danska...
Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari íslenska karlalandsliðsins kvaðst ekki geta ætlast til meira af sínum mönnum en það sem þeir sýndu í þriggja marka tapi fyrir heimsmeisturum Danmerkur í undanúrslitum Evrópumótsins í Herning í Danmörku í kvöld.
„Það er auðvelt að...
„Ég er mjög stoltur af frammistöðunni og liðinu. Mér fannst við eiga mun meira skilið út úr þessum leik,“ sagði Elliði Snær Viðarsson, leikmaður íslenska landsliðsins, við handbolta.is eftir svekkjandi tap gegn því danska í undanúrslitum Evrópumótsins í kvöld.
„Leikurinn...
Ísland leikur um bronsverðlaun á Evrópumóti karla á sunnudag eftir tap fyrir Danmörku, 31:28, í hörkuleik í undanúrslitum í Jyske Bank Boxen í Herning í Danmörku í kvöld. Ísland mætir Króatíu, sem Dagur Sigurðsson þjálfar, í leiknum um bronsverðlaunin...
Grótta vann auðveldan sigur á Aftureldingu, 33:22, í 15. umferð Grill 66 deildar kvenna í Myntkaup höllinni í Mosfellsbæ í kvöld. Fjölnir vann sömuleiðis öruggan sigur á Val 2, 36:29, í Fjölnishöllinni.
Grótta er sem fyrr í öðru sæti deildarinnar...
Dagur Sigurðsson, þjálfari Króatíu, viðurkenndi að Þýskaland hafi verið sterkari aðilinn þegar liðin áttust við í Jyske Bank Boxen í Herning í Danmörku í kvöld.
Þýskaland vann 31:28, var með yfirhöndina allan síðari hálfleikinn og komst mest sjö mörkum yfir...
Alfreð Gíslason, þjálfari þýska karlalandsliðsins, kvaðst ákaflega stoltur af því að hafa stýrt liðinu í úrslitaleik Evrópumótsins eftir að liðið vann 31:28 sigur á lærisveinum Dags Sigurðssonar í Króatíu í Jyske Bank Boxen í Herning í Danmörku í kvöld....
Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari, hefur valið þá 16 leikmenn sem munu taka þátt í undanúrslitaleiknum við Dani á Evrópumótinu í handknattleik karla í Jyske Bank Boxen í Herning í klukkan 19.30. Hann hefur ákveðið að tefla fram sömu leikmönnum...
Þýskaland undir stjórn Alfreðs Gíslasonar tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum Evrópumóts karla með sigri á lærisveinum Dags Sigurðssonar í Króatíu, 31:28, í Jyske Bank Boxen í Herning í Danmörku.
Þýskaland mætir annað hvort Íslandi eða Danmörku í úrslitaleiknum...
Trommur hafa lengi verið bannaðar á kappleikjum í Jyske Bank Boxen í Herning sem kemur sér illa fyrir Sérsveitina, stuðningsmannalið íslensku handboltalandsliðanna sem verður á viðureign Íslands og Danmerkur í undanúrslitum Evrópumóts karla í handknattleik í kvöld. Sveitin er...
Martím Costa tryggði portúgalska landsliðinu sigur á Svíum, 36:35, í viðureigninni um 5. sætið á Evrópumóti karla í handknattleik í Herning í dag. Hann skoraði sigurmarkið á síðustu sekúndu leiksins. Í jafnri stöðu, 35:35, sex sekúndum fyrir leikslok tóku...
Sænski landsliðsmarkvörðurinn Andreas Palicka tilkynnti í dag að hann gefi ekki oftar kost á sér í landsliðið. Palicka er 39 ára gamall og hefur leikið 185 landsleiki fyrir Svíþjóð, tekið þátt í 14 stórmótum og unnið fjórum sinnum til...
„Það eru forréttindi og gaman að vera komnir í þessa stöðu og við verðum að njóta þess,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik spurður út í undanúrslitaleikinn við fjórfalda heimsmeistara Danmerkur í undanúrslitum Evrópumóts karla á þeirra heimavelli...
Handknattleikssamband Evrópu, EHF, lofar bót og betrun við skipulagningu næstu Evrópumóta karla og kvenna í nýrri tilkynningu sem send var út í morgun. Skyndilega er komið annað hljóð í strokkinn í tilkynningu morgunsins frá því í gær þegar EHF...
Íslenska landsliðið í handknattleik náði einni léttri æfingu í Jyske Bank Boxen í Herning síðdegis í gær fyrir stórleikinn við Dani í undanúrslitum Evrópumótsins í kvöld.
Hafliði Breiðfjörð ljósmyndari fékk að líta inn á fyrstu mínútur æfingarinnar og náði m.a....