Hinn árlegi kynningarfundur Olís- og Grill 66-deilda kvenna og karla fyrir komandi keppnistímabil verður haldinn í Valsheimilinu að Hlíðarenda laugardaginn 30. ágúst kl. 13.Á fundinum, sem er fyrir leikmenn, þjálara og forsvarsmenn liða í deildunum og fjölmiðla, verður hefðbundin...
Viktor Gísli Hallgrímsson og liðsfélagar í Barcelona unnu fyrsta bikarinn á leiktíðinni í gær þegar þeir báru sigur úr býtum í úrslitaleik meistarakeppninnar í Katalóníu. Barcelona lagði Fraikin Granollers, 38:25, í úrslitaleik. Viktor Gísli var í marki Barcelona í...
Unglingalandsliðskonan Guðrún Ólafía Marinósdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild FH. Guðrún Ólafía, sem er fædd árið 2008, kemur úr yngri flokka starfi FH og leikur í stöðu línumanns.Guðrún Ólafía var hluti af öflugu 17 ára landsliði...
Nýliðar Þórs í Olísdeild karla hafa samið við Igor Chiseliov frá Moldóvu. Hann er 33 ára gamall og leikur í stöðu vinstri skyttu. Chiseliov var síðast hjá Radovis í Norður-Makedóníu, eftir því sem fram kemur í tilkynningu Þórs í...
Dagbjört Ýr Ólafsdóttir Hansen hefur skrifað undir samning við handknattleiksdeild ÍR til ársins 2027. Dagbjört, sem er uppalin ÍR-ingur, lék með ÍBV undanfarin tvö tímabil. Þar áður var hún hluti af ÍR liðinu sem tryggði sér sæti í Olísdeildinni...
Sænsku úrvalsdeildarliðin IK Sävehof og HF Karlskrona, sem íslenskir handknattleiksmenn leika með, tryggðu sér í kvöld sæti í 16-liða úrslit bikarkeppninnar í karlaflokki. Bæði lið eiga víst annað af tveimur efstu sætunum í sínum riðlum á fyrsta stigi keppninnar.Sannfærandi...
Aganefnd HSÍ sá ekki ástæðu til á fundi sínum í dag að refsa Einari Jónssyni þjálfara Íslands- og bikarmeistara Fram fyrir ummæli þau sem hann lét falla í viðtali við handbolta.is eftir viðureign Fram og Stjörnunnar í meistarakeppni HSÍ...
Jón Halldórsson formaður HSÍ vildi ekkert láta eftir sér hafa þegar handbolti.is hafði samband við hann til þess að spyrja út í ummæli Gísla Freys Valdórssonar formanns handknattleiksdeildar Fram í viðtali við handkastid.net í dag þess efnirs að það...
Handknattleiksdeild Hauka og handknattleiksmaðurinn efnilegi, Freyr Aronsson, hafa skrifað undir nýjan samning til þriggja ára. Freyr, sem leikur sem leikstjórnandi varð 17 ára nú í sumar, hefur þegar fengið eldskírn sína með meistaraflokki en á síðasta tímabili lék hann...
Eins og kom fram á handbolti.is lauk hinu árlega Ragnarsmóti í handknattleik á Selfossi á síðasta laugardag. ÍBV stóð uppi sem sigurvegari í kvennaflokki. HK vann í karlaflokki, hlaut fimm stig af sex mögulegum eins og ÍBV en hafði...
Fréttatilkynning frá Handknattleikssambandi Íslands:HSÍ í samstarfi við Íþróttafélag Völsungs standa fyrir handboltanámskeiði dagana 29. og 30. ágúst á Húsavík.Námskeiðið fer fram í Íþróttahöllinni á Húsavík fyrir krakka í 4. - 7. bekk.Æfingarnar verða á eftirfarandi dögum :29. ágúst –...
Forráðamenn þýska meistaraliðsins HB Ludwigsburg hafa kastað inn handklæðinu. HB Ludwigsburg sendir ekki lið til leiks í þýsku 1. deildina á komandi leiktíð en flautað verður til leiks í efstu deild þýska kvennahandboltans á laugardaginn. Stjórnendur HB Ludwigsburg tilkynntu...
Gauti Gunnarsson hornamaður Stjörnunnar hefur jafnað sig eftir að hafa verið harkalega stöðvaður í viðureign Stjörnunnar og Fram í meistarakeppni HSÍ á síðasta fimmtudag. „Hann er bara góður,“ sagði Hrannar Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar við handbolta.is í morgun.Fyrstu fregnir...
Leikmenn ungverska meistaraliðsins One Veszprém hafa lagt af stað í ferð sína til Íslands. Myndir (sjá neðst í þessari grein) birtust í morgunsárið af glaðbeittum leikmönnum liðsins þess albúna að halda af stað. Von er á Veszprém-liðinu til...
Spænski handknattleiksmaðurinn Valero Rivera tilkynnti í gær að hann ætlaði sér að hætta keppni í handknattleik næsta vor eftir 23 ár sem atvinnumaður í íþróttinni. Rivera hefur lengst af leikið með franska liðinu Nantes eða alls í 14 ár...