- Auglýsing -
- Auglýsing -

Efst á baugi

- Auglýsing -

Viktor Gísli hefur samið við Evrópumeistarana

Viktor Gísli Hallgrímsson landsliðsmarkvörður í handknattleik hefur samið við Evrópumeistara Barcelona til ársins 2027. Félagið tilkynnti um komu Viktors Gísla í morgun. Hann kemur til félagsins í sumar eftir eins árs veru hjá Wisla Plock. Sögusagnir um komu Viktors Gísla...

Elías Már tekur við þjálfun félagsliðs í Stafangri

Elías Már Halldórsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Ryger Håndball í Stafangri. Liðið lék í næst efstu deild karla á síðasta tímabili og hafnaði í níunda sæti. Markið er sett á að berjast um sæti í úrvalsdeildinni á næstu...

Úr Grafarvogi í Breiðholtið

Óðinn Freyr Heiðmarsson hefur samið við handknattleiksdeild ÍR til ársins 2027. Óðinn, sem leikur í stöðu línumanns, er uppalinn Þórsari frá Akureyri en hefur undanfarin ár leikið með Fjölni. Hann lék 22 leiki með Fjölni í Olísdeildinni á nýafstöðnu...
- Auglýsing -

Penninn áfram á lofti á Ásvöllum – Embla er mætt

Haukar halda áfram að styrkja kvennalið sitt fyrir næstu leiktíð. Í morgun var opinberað að Embla Steindórsdóttir hafi skrifað undir tveggja ára samning við félagið. Hún kemur til Hauka frá Stjörnunni.Embla er tvítug og hefur síðustu tvö ár leikið...

Molakaffi: Sandra, Axel, EHF-bikarinn

Sandra Erlingsdóttir og liðsfélagar töpuðu fyrir Oldenburg, 30:22, í gær í keppni um sæti fimm til átta í þýsku 1. deildinni í handknattleik kvenna. Leikið var í Oldenburg. Sandra skoraði ekki mark í leiknum. Hún átti eitt markskot sem...

Sagði að ég yrði ekki valinn aftur ef ég myndi ekki skjóta á markið

„Það var frábært að fá að koma inn á og skora mitt fyrsta landsliðsmark fyrir framan alla þessa áhorfendur,“ sagði Reynir Þór Stefánsson sem lék í dag sinn fyrsta A-landsleik þegar landsliðið lagði georgíska landsliðið, 33:21, í lokaumferð undankeppni...
- Auglýsing -

Ánægður með einbeitinguna sem strákarnir mættu með

„Ég fékk einbeitt lið sem gaf tóninn strax í upphafi. Þannig voru leikirnir í riðlinum að undanskildum fyrsta leiknum í nóvember. Varnarlega vorum við flottir allan tímann eins og á HM í janúar. Helst er ég óánægður með færanýtinguna....

Sylvía Sigríður framlengir dvölina hjá ÍR

Sylvía Sigríður Jónsdóttir hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild ÍR til ársins 2027. Hún er uppalin í félaginu og hefur verið í vaxandi hlutverki undanfarin ár þrátt fyrir ungan aldur. Sylvía Sigríður skoraði 75 mörk í 21 leik í Olís-deildinni...

Molakaffi: Mørk, Tollbring, Köster, Alfreð, Ringsted, Valera, Knedlikova

Norska landsliðskonan Nora Mørk og sambýlismaður hennar, sænski landsliðsmaðurinn Jerry Tollbring, eignuðust sitt fyrsta barn miðvikudaginn 7. maí þegar Mørk fæddi dóttur. Hefur stúlkan verið nefnd Tyra Mørk Tollbring og er fyrsta barn foreldra sinna. Nora Mørk tók sér...
- Auglýsing -

Fyrirfram hefði ég alltaf þegið jafntefli – fyllum Hlíðarenda á laugardag

„Ef mér hefði fyrirfram verið boðið jafntefli í fyrri leiknum þá hefði ég alltaf þegið það. Ég er samt pínu svekktur með að hafa ekki unnið með einu eða tveimur mörkum,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari Vals þegar handbolti.is...

Vil sjá einbeitt lið og troðfulla höll

„Það er lágmarkskrafa af okkur hálfu að vinna leikinn og ljúka undankeppni EM með fullu húsi stiga. Ég segi það með fullri virðingu fyrir georgíska landsliðinu sem leikið hefur vel í undakeppninni og er verðskuldað komið áfram í lokakeppnina,“...

Baldur Fritz var við æfingar hjá Magdeburg

Markakóngur Olísdeildar karla í handknattleik, ÍR-ingurinn Baldur Fritz Bjarnason, var í vikunni við æfingar hjá þýska meistarliðinu SC Magdeburg. Fram kemur á Facebook-síðu ÍR að Baldur Fritz hafi fengið boð um að koma til æfinga hjá stórliðinu. Skiljanlega er...
- Auglýsing -

Molakaffi: Alfreð, Holm, Lauge, Bartusz, Palasics

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattliek karla verður án markvarðarins sterka, Andreas Wolff, örvhentu skyttunnar Franz Semper og línumannsins Johannes Golla í síðasta leiknum í undankeppni EM á morgun. Þjóðverjar mæta Tyrkjum sem er neðstir í riðlinum. Þýska liðið...

Söguleg stund rennur upp: höfum lengi beðið eftir þessum leik

„Við höfum lengi beðið eftir þessum leik,“ segir Hildur Björnsdóttir fyrirliði Vals spurð um fyrri úrslitaleikinn í Evrópubikarkeppninni í handknattleik kvenna við spænska liðið BM Porriño sem fram fer á Spáni í dag. Flautað verður til stórleiksins klukkan 15. Aldrei...

Erum með betra lið og meiri breidd

Íslenska landsliðið í handknattleik karla mætir landsliði Georgíu í Laugardalshöll á sunnudaginn klukkan 16 í síðustu umferð undankeppni Evrópumótsins. Bæði lið eru komin áfram í lokakeppnina. Fyrir leikmenn íslenska landsliðsins snýst viðureignin fyrst og fremst um að ná fram...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -