Áfram halda meiðsli leikmanna að herja á herbúðir Íslands- og bikarmeistara Fram í handknattleik. Nú stefnir í að færeyski handknattleiksmaðurinn Dánjal Ragnarsson verði frá keppni næstu vikurnar. Dánjal tognaði á nára í viðureign Fram og Víkings í 16-liða úrslitum...
Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik hefur valið 19 leikmenn til undirbúnings og þátttöku í tveimur fyrstu leikjum íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2026.Harpa María Friðgeirsdóttir úr Fram og Lovísa Thompson koma inn í landsliðið eftir nokkra fjarveru. Á...
Freyr Aronsson var valinn leikmaður 5. umferðar Olísdeildar karla þegar úrvalslið umferðarinnar var valið í gær í uppgjörsþætti umferðarinnar, Handboltahöllinni. Freyr átti frábæran leik er Haukar unnu stórsigur á Val, 37:27, í stórleik umferðarinnar. Freyr skoraði átta mörk og...
Amamlia Frøland og Sandra Erlingsdóttir úr ÍBV og ÍR-ingurinn Katrín Tinna Jensdóttir eru í annað sinn í liði umferðarinnar í Olísdeild kvenna en liðið er valið af Handboltahöllinni, vikulegum þætti sem er á dagskrá Símans hvert mánudagskvöld.Frøland og Sandra...
Bikarmeistarar Hauka drógust gegn spænska liðinu Costa del Sol Málaga í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik. Dregið var upp úr klukkan 9 í morgun. Haukar voru eina íslenska liðið sem var í skálunum þegar dregið var í...
Haukar komust í átta liða úrslit Poweadebikarsins í handknattleik karla í gærkvöld eftir sigur á Val eftir hefðbundinn leiktíma, tvær framlengingar, vítakeppni og bráðabana vítakeppni á Ásvöllum, 39:38. Um var að ræða einn mest spennandi leik hér á landi...
Einar Bragi Aðalsteinsson var næst markahæstur hjá IFK Kristianstad þegar liðið vann IFK Skövde, 36:24, á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Einar Bragi skoraði sex mörk í átta skotum. Með sigrinum færðist IFK Kristianstad upp í annað sæti...
Jón Ómar Gíslason tryggði Haukum sæti í átta liða úrslitum þegar hann skoraði úr vítakasti í bráðabana vítakeppni gegn Val, 39:38, á Ásvöllum í kvöld í síðasta leik 16-liða úrslita Poweradebikarsins í handknattleik. Andartökum áður hafði Aron Rafn Eðvarðsson...
Fjölnir gerði sér lítið fyrir og vann Stjörnuna, 38:35, í 16-liða úrslitum Poweradebikarkeppninnar í handknattleik karla í kvöld. Fjölnismenn, sem eiga sæti í Grill 66-deildinni og hafa aðeins unnið einn leik til þessa í deildinni, verða þar eina liðið...
HK og FH komust áfram í átta liða úrslit Poweradebikarsins í handknattleik karla í kvöld. HK lagði Selfoss, 27:23, í Kórnum. Á sama tíma lögðu FH-ingar liðsmenn Gróttu, sem leikur í Grill 66-deildinni, með sex marka mun í Hertzhöllinni,...
Bikarmeistarar Fram þurftu svo sannarlega að hafa fyrir því að komast í átta liða úrslit Poweradebikarsins í handknattleik karla í kvöld. Tvær framlengingar að loknum hefðbundnum leiktíma þurfti til þess að brjóta hörkulið Víkings á bak aftur, 41:39. Víkingar...
Fjölnir vann annan leik sinn í Grill 66-deild kvenna í kvöld er liðið lagði Fram 2, 32:24, í síðasta leik 4. umferðar í Fjölnishöllinni. Staðan var 17:11 að loknum fyrri hálfleik en Fjölnisliðið var með gott forskot allan síðari...
Afturelding vann hreint ótrúlegan sigur á ÍBV að Varmá í kvöld, 27:22, og vann sér sæti í átta liða úrslitum Poweradebikarsins í handknattleik karla. Eyjamenn voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 12:8, og 17:12, eftir 12 mínútur í síðari...
Bikarmeistarar Hauka verður í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður í 32-liða úrslita í Evrópubikarkeppni kenna í handknattleik. Annarri umferð keppninnar lauk í gær. Haukar sátu yfir í þeirri umferð ásamt sex öðrum liðum sem öll eru einnig í fyrsta...
Þorsteinn Gauti Hjálmarsson hefur á ný gengið til liðs við Íslands- og bikarmeistara Fram eftir skamma veru hjá norska úrvalsdeildarliðinu Sandefjord. Fram staðfesti komu Þorsteins Gauta í færslu á Facebook í morgun.Þorsteinn Gauti getur þar með leyst úr einhverjum...