- Auglýsing -
- Auglýsing -

Efst á baugi

- Auglýsing -

Molakaffi: Dana, Blomberg, Elías, Vilborg

Dana Björg Guðmundsdóttir og félagar í Volda eru áfram á sigurbraut í næst efstu deild norska handknattleiksins. Volda vann Levanger á heimavelli í gær, 26:25. Dana Björg skoraði fjögur mörk. Volda hefur 31 stig í 17 leikjum, fjórum stigum...

Viggó markahæstur í fyrsta sinn – sigurleikir eru orðnir 64

Viggó Kristjánsson varð markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins á heimsmeistaramótinu í handknattleik en þátttöku Íslands á mótinu lauk í gær eftir fimm sigra og eitt tap í 9. sæti. Viggó skoraði 32 mörk í sex leikjum. Þetta er í fyrsta...

HM-molar: Einar, Ýmir, Óðinn, Viktor, Stiven, 9. sætið

Einar Þorsteinn Ólafsson skoraði sitt fyrsta HM mark í gær í sigurleiknum á Argentínu. Markið skoraði Einar Þorsteinn eftir hraðaupphlaup og kom Íslandi 10 mörkum yfir, 27:17. Einar Þorsteinn var með á HM í fyrsta sinn. Ýmir Örn Gíslason náði...
- Auglýsing -

Myndasyrpa: Kveðjustund í Zagreb Arena

Íslendingar kvöddu Zagreb Arena í dag. Bæði leikmenn íslenska landsliðsins og stuðningsmenn sem settu sterkan svip á umgjörð allra leikja Íslands undir styrkri stjórn Sérsveitarinnar sem fyrir löngu er orðin ómissandi hluti af íslenska landsliðshópnum. Leikurinn vð Argentínu vannst örugglega,...

Ísland er úr leik á HM – Króatar unnu Slóvena

Íslenska landsliðið er úr leik á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla. Króatía vann Slóveníu í síðasta leik milliriðilsins í Zagreb Arena í kvöld, 29:26, og fylgir Egyptum upp í átta liða úrslit mótsins. Egyptaland, Króatía og Ísland enduðu jöfn að...

Danmörk mætir Brasilíu – Alfreð og félagar glíma við Portúgala

Heimsmeistarar Danmerkur mæta Brasilíumönnum í átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Bærum í Noregi á þriðjudaginn, væntanlega klukkan 19.30. Þá er ljóst að Alfreð Gíslason og liðsmenn hans í þýska landsliðinu leika gegn Portúgal í hinni viðureign átta liða úrslitanna...
- Auglýsing -

Grænhöfðeyingar héldu ekki út gegn Egyptum

Grænhöfðeyingar náðu ekki að halda út Egyptum í viðureign liðanna í Zagreb Arena í kvöld og töpuðu 31:24. Hefðu Grænhöfðeyingar náð stigi í leiknum hefði það fært íslenska liðinu sæti í átta liða úrslitum. Af því varð sem sagt...

Gaf bara allt í leikinn sem ég gat

„Það var ánægjulegt að fá að spila þennan. Ég gaf bara allt í leikinn sem ég gat,“ segir Einar Þorsteinn Ólafsson landsliðsmaður í handknattleik sem lék stóran hluta leiksins við Argentínu í vörninni í sigrinum, 30:21. Einnig skoraði hann...

Skylduverkinu er lokið

Íslenska landsliðið í handknattleik karla lauk verkefni sínu í milliriðlakeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik í dag með níu marka sigri á landsliði Argentínu, 30:21. Staðan í hálfleik var 15:10 Íslandi í vil eftir erfiðar fyrstu 20 mínútur. Þar með verður...
- Auglýsing -

Björgvin Páll hefur skorið skegg sitt

Björgvin Páll Gústavsson annar markvarða landsliðsins í handknattleik hefur skorið skegg sitt fyrir leikinn við Argentínu á heimsmeistaramótinu í dag. Hann hefur árum saman skartað vel snyrtu rauðu alskeggi. Nú er að sjá á myndum frá upphitun landsliðsins að...

Hvað þarf að eiga sér stað svo Ísland komist áfram?

Íslenska landsliðið í handknattleik leikur síðasta leik sinn í milliriðlakeppni heimsmeistaramótsins í dag. Andstæðingurinn er landslið Argentínu sem unnið hefur tvo leiki á mótinu, Grænhöfðaeyjar 30:26 og Barein 26:25 en tapaði þremur, Egyptaland 39:25, Króatía 33:18 og Slóvenía 34:23.Viðureign...

Þjálfari heimsmeistaranna henti mótmælanda út af leikvellinum

Mótmælandi hljóp inn á leikvöllinn í Jyske Bank Boxen í Herning í gærkvöldi rétt eftir að síðari hálfleikur í viðureign Dana og Tékka á heimsmeistaramótinu í handknattleik hófst. Mótmælandinn, sem var merktur umhverfisverndarsamtökunum Nødbremsen, hóf að dreifa alskyns litum...
- Auglýsing -

Danir og Þjóðverjar langbestir í milliriðli eitt

Heimsmeistarar Danmerkur og Þýskaland voru viss um sæti í átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins í handknattleik fyrir lokaumferðina sem fram fór í Jyske Bank Boxen í Herning á Jótlandi síðdegis og í kvöld. Lið beggja þjóða unnu leiki sína farsællega....

Myndasyrpa: Landsliðið stutt með ráðum og dáð

Að minnsta kosti eitt þúsund Íslendingar gerðu sitt besta til þess að styðja við bakið á landsliðinu í leiknum við Króata í Zagreb Arena í gærkvöld. Þeir fengu harða samkeppni frá tæplega 15 þúsund Króötum sem fylltu keppnishöllina og...

Eftir kvöldmat biðu mín tvö símtöl frá Snorra

„Ég var á æfingamóti með Benfica í Frakklandi þar sem til stóð að leika tvo æfingaleiki í Nantes. Eftir kvöldmat á fimmtudaginn biðu mín tvö ósvöruð símtöl frá Snorra. Þá bjóst ég við að hann væri að kalla mig...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -