Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson var fyrirliði íslenska landsliðsins í fyrsta sinn á ferlinum í kvöld í sínum 51. landsleik þegar íslenska landsliðið mætti Svíum í vináttuleik í Kristianstad. Elliði Snær bar þó ekki fyrirliðabandið nema í um 20 mínútur...
„Sveinn kemur til móts við okkur á morgun,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik í samtali við handbolta.is rétt eftir leikinn við Svía í kvöld í Kristianstad spurður út í meiðsli Arnars Freys Arnarsson línumanns sem tognaði í...
Ísland og Svíþjóð skildu jöfn, 31:31, í fyrri vináttuleik þjóðanna í handknattleik karla í Kristianstad Arena í Svíþjóð í kvöld. Staðan í hálfleik var einnig jöfn, 16:16. Svíar skoruðu tvö síðustu mörk leiksins og íslenska liðinu tókst ekki að...
Nokkur félagaskipti hafa verið staðfest hjá HSÍ undanfarna daga. Þessi eru þau helstu:
Daníel Stefán Reynisson hefur verið lánaður frá Fram til ÍR út keppnistímabilið.
Ólöf Ásta Arnþórsdóttir hefur fengið félagaskipti til Fjölnis frá HK og lék hún sinn fyrsta leik...
Í fyrsta sinn í yfir 20 ár verður Íslendingur í hópi eftirlitsmanna á heimsmeistaramóti í handknattleik þegar HM hefst í Danmörku, Króatíu og Noregi í næstu viku. Hlynur Leifsson hefur verið útnefndur eftirlitsmaður á leikjum HM sem fram fara...
Rússneski handknattleiksmaðurinn Timur Dibirov hefur tilkynnt að hann ætli að hætta handknattleiksiðkun sem atvinnumaður í sumar. Dibirov er 42 ára gamall. Hann hefur verið atvinnumaður í handbolta í 24 ár. Lengi lét Dibirov með Vardar í Skopje en tengdafaðir...
Króatíska landsliðið undir stjórn Dags Sigurðssonar vann lærisveina Kiril Lazarov í landsliði Norður Makedóníu, 27:25, í vináttulandsleik í Varazdin í Króatíu í kvöld. Króatar voru í mesta basli með Norður Makedóníumenn í viðureigninni og voru m.a. undir um tíma,...
Valur heldur sigurgöngu sinni áfram í Olísdeild kvenna í handknattleik. Í kvöld lögðu meistararnir margföldu Fram í öðru uppgjöri liðanna í deildinni á tímabilinu, 31:28, á heimavelli sínum, N1-höllinni á Hlíðarenda. Staðan var 16:15 í hálfleik, Val í vil.
Greint...
ÍR var í kvöld síðasta liðið til þess að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum Poweradebikars kvenna í handknattleik. ÍR vann Aftureldingu, 21:19, að Varmá eftir að hafa verið marki undir í hálfleik, 11:10.
Dregið á morgun
Dregið verður í átta...
Díana Dögg Magnúsdóttir lék allan leikinn fyrir Blomberg-Lippe í kvöld í sigri á gamla liðinu, BSV Sachsen Zwickau, 31:20, á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik.
Verulegan hluta leiksins lék Díana Dögg á miðjunni í sókninni. Hún skoraði...
„Ég hef verið með á öllum æfingum fram til þessa og finn lítið sem ekkert til í hnénu,“ segir Elliði Snær Viðarsson landsliðsmaður í handknattleik og Eyjamaður með meiru. Hann eins og aðrir leikmenn landsliðsins stefnir ótrauður á heimsmeistaramótið...
Kvennalið ÍBV í handknattleik varð fyrir miklu áfalli á dögunum þegar í ljós kom að Marta Wawrzynkowska markvörður er með rifu í krossbandi á hné. Ólíklegt er hún verði með liðinu það sem eftir er af keppnistímabilinu.
Sigurður Bragason þjálfari...
Roland Eradze fyrrverandi landsliðsmarkvörður og nú markvarðaþjálfari ÍBV, verður í þjálfarateymi karlalandsliðsins á heimsmeistaramótinu sem hefst í næstu viku. Roland verður markvörðum íslenska landsliðsins, Björgvini Páli Gústavssyni og Viktori Gísla Hallgrímssyni, innanhandar. Eiginlegur markvarðaþjálfari hefur ekki verið með landsliðinu...
„Ég er nokkuð ánægður með síðustu daga en við eigum enn nokkuð í land með að ná okkar besta fram sem er kannski ekki óeðlilegt. Við erum nýlega komnir af stað en að sama skapi verður að vinna hratt....
Aron Pálmarsson leikur ekki með íslenska landsliðinu í handknattleik fyrr en í milliriðlakeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik 22. janúar. Vegna meiðsla í kálfa situr hann hjá í vináttuleikjunum við Svía á fimmtudag og laugardag ytra og eins í viðureignunum þremur...