Handknattleiksmaðurinn ungi hjá Íslandsmeisturum FH, Ingvar Dagur Gunnarsson, leikur ekki fleiri leiki með liðinu á keppnistímabilinu eftir að hann fótbrotnaði við vinstri ökkla á æfingu með 19 ára landsliðinu rétt fyrir jólin.
„Ég fór í aðgerð í gær sem...
Þriðji hluti af fimm á upprifjun á þeim fréttum sem lesendur handbolti.is lásu oftar á árinu 2024. Fréttir og frásagnir sem eru í 11. til 15. sæti birtast lesendum nú. Fyrsti hluti upprifjunar var í fyrradag og annar hluti...
Spænski vinstri hornamaðurinn Aitor Arino er sagður yfirgefa Barcelona eftir keppnistímabilið í vor og ganga til liðs við Füchse Berlin. Forráðamenn þýska liðsins er sagðir hafa leitað í dyrum og dyngjum síðustu vikur að eftirmanni Svíans Jerry Tollbring sem...
Staðfest hefur verið að Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha leikmaður Gróttu er í 20 manna hópi landsliðs Grænhöfðaeyja sem tekur þátt í heimsmeistaramótinu í handknattleik karla í næsta mánuði. Grænhöfðeyingar verða fyrsti andstæðingur íslenska landsliðsins í riðlakeppni HM í...
Íslenska landsliðið í handknattleik, skipað piltum 19 ára og yngri, vann stórsigur Hollendingum, 29:19, í þriðju og síðustu umferð B-riðils Sparkassen Cup-mótsins í Merzig í Þýskalandi í dag. Piltarnir unnu þar með riðilinn með fullu húsi stiga og leika...
Hér fyrir neðan er annar hluti upprifjunar á þeim fréttum sem oftast hafa verið lesnar á handbolti.is á árinu 2024 sem farið er styttast í annan endann. Eins og í fyrsta hlutanum af fimm, sem birtur var í gær,...
Elmar Erlingsson skoraði tvö mörk og átti eina stoðsendingu þegar lið hans Nordhorn-Lingen hélt áfram á sigurbraut sinni í 2. deild þýska handknattleiksins í gærkvöld. Nordhorn lagði TSV Bayer Dormagen með eins marks mun á útivelli, 28:27.
Nordhorn-Lingen hefur jafnt...
Viggó Kristjánsson missti af kveðjuleik sínum með SC DHfK Leipzig á QUARTERBACK Immobilien ARENA í Leipzig gegn Hannover-Burgdorf í kvöld sökum veikinda. Viggó gengur til liðs við HC Erlangen í byrjun nýs ár. Rífandi góð stemnig var í QUARTERBACK...
Elvar Örn Jónsson lék ekki með MT Melsungen í kvöld vegna meiðsla þegar liðið vann Göppingen, 29:25, á útivelli í síðasta leik liðanna á árinu í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Hann mun hafa tognað á læri eftir því...
Landsliðskonan í handknattleik og leikmaður Selfoss, Perla Rut Albertsdóttir, var valin íþróttakona Ungmennafélagsins Selfoss fyrir árið 2024. Verðlaunin voru afhent á verðlaunahátíð Umf. Selfoss sem fram fór í félagsheimilinu Tíbrá fyrir jól. Fyrst í dag sagði handknattleiksdeild Selfoss frá.
Perla...
Íslenska landsliðið, skipað leikmönnum 19 ára og yngri vann landslið Slóveníu með eins marks mun í fyrstu umferð Sparkassen Cup-mótsins í Metzing í Þýskalandi í dag, 29:28 í kaflaskiptum leik, eftir að jafnt var þegar fyrri hálfleikur var að...
Þegar styttist mjög í annan endann á árinu 2024 er ekki úr vegi að líta til baka á árið og bregða upp vinsælustu fréttunum sem handbolti.is hefur birt á árinu.
Næstu fimm daga verða birtar 25 fréttir sem oftast voru...
Fyrsti leikur 19 ára landsliðsins í handknattleik karla á Sparkassen Cup í Merzig í Þýskalandi verður í dag gegn landsliði Slóveníu. Flautað verður til leiks klukkan 14. Heimir Ríkarðsson annar þjálfara íslenska landsliðsins hefur svo að segja verið fastagestur...
Elliði Snær Viðarsson og Teitur Örn Einarsson skoruðu þrjú mörk hvor fyrir Gummersbach þegar liðið tapaði fyrir Füchse Berlin, 29:22, að viðstöddum nærri 19 þúsund áhorfendum í Lanxess-Arena í Köln í gær. Elliði Snær átti einnig eina stoðsendingu og...
Efsta lið þýsku 2. deildarinnar, Bergischer HC sem Arnór Þór Gunnarsson þjálfar við annan mann, tapaði í dag öðru sinni í röð og það á heimavelli þegar Dessau-Rosslauer HV 06 kom í heimsókn, 31:30. Tapið var vatn á myllu...