- Auglýsing -
- Auglýsing -

Efst á baugi

- Auglýsing -

Flensburg rekur þjálfarann fyrirvaralaust

Þýska handknattleiksliðið Flensburg-Handewitt rak í kvöld danska þjálfarann Nicolej Krickau úr starfi. Óviðunandi úrslit í síðustu leikjum er sögð ástæða uppsagnarinnar en liðið tapaði í gærkvöld fyrir Rhein-Neckar Löwen í þýsku 1. deildinni á útivelli, 31:29. Einnig sárnaði mörgum...

Áttundi sigur Þórsara – sitja áfram á toppnum næstu vikur

Þórsarar unnu áttunda leik sinn í röð í Grill 66-deild karla í handknattleik í dag og sitja þar með áfram í efsta sæti deildarinnar næstu vikurnar því þegar viðureign Þórs og Vals lauk í N1-höllinni á Hlíðarenda síðdegis var...

Tryggvi Sigurberg skoraði sigurmarkið í Sethöllinni

Tryggvi Sigurberg Traustason tryggði Selfossi nauman sigur á Herði, 25:24, í viðureign liðanna í Sethöllinni á Selfossi í dag en leikurinn var sá næst síðasti á árinu í Grill 66-deild karla. Tryggvi Sigurberg skoraði úr vítakasti sem Sölvi Svavarsson...
- Auglýsing -

Bæði lið köstuðu frá sér sigri í Vestmannaeyjum

ÍBV og FH skildu jöfn, 26:26, í 14. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í Vestmannaeyjum í dag í viðureign þar sem leikmenn beggja liða fóru illa að ráði sínu á síðustu sekúndum þegar möguleiki var á að tryggja sigur....

Töpuðu fyrstu stigunum í heimsókn til borgar rósanna

Haukur Þrastarson og liðsfélagar í rúmenska meistaraliðinu Dinamo Búkarest töpuðu í dag sínum fyrstu stigum í rúmensku úrvalsdeildinni. Þeir misstu niðu fimm marka forskot á síðustu mínútunum gegn SCM Politehnica Timișoara á útivelli og máttu sætta sig við skiptan...

EHF staðfestir að Ísland verður í efri flokki þegar dregið verður í HM-umspil

Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur staðfest að Ísland verður í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður í umspilsleiki heimsmeistaramóts kvenna í Vínarborg á morgun áður en úrslitaleikir Evrópumóts kvenna í handknattleik hefjast. Ísland hefur aldrei áður verið í efri flokknum þegar...
- Auglýsing -

Ásgeir Snær skoraði 10 mörk í síðasta sigurleik Víkinga á árinu

Ásgeir Snær Vignisson skoraði 10 mörk þegar Víkingur vann HK2, 35:30, í síðasta leik liðanna á ársinu í Grill 66-deild karla í Safamýri í gærkvöld. Víkingar ljúka árinu í þriðja sæti deildarinnar með 14 stig að loknum tíu leikjum....

Molakaffi: Einar, Arnar, Tumi, Hannes, Grétar, Tollbring, Bergendahl

Einar Bragi Aðalsteinsson skoraði tvö mörk þegar IFK Kristianstad vann Alingsås HK, 34:28, á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöld. Kristianstad færðist upp að hlið Karlskrona og IK Sävehof í annað til fjórða sæti deildarinnar. Hvert lið...

Við viljum skora mikið – það er okkar leikur

„Fyrst og fremst lagði frábær sóknarleikur grunn að sigrinum auk þess sem við náðum tveimur góðum köflum í hvorum hálfleik í vörninni. Á þeim köflum tókst okkur að ná forskoti,“ segir Einar Jónsson þjálfari Fram í samtali við handbolta.is...
- Auglýsing -

Verðum betri á nýju ári

„Markvarslan var ekki góð og vörnin var ekki nógu góð,“ segir Jón Ómar Gíslason markahæsti leikmaður Gróttu með 10 mörk í fimm marka tapi liðsins fyrir Fram, 38:33, í 14. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í Lambhagahöllinni í Úlfarsárdal...

Valsmenn hristu af sér slenið og unnu Stjörnuna

Valsmenn tóku af skarið í síðari hálfleik gegn Stjörnunni í kvöld og unnu sannfærandi sex marka sigur í viðureign liðanna í Olísdeild karla á Hlíðarenda í kvöld, 40:34. Valsarar náðu sér þar með á strik aftur eftir tvo tapleiki...

Áfram skorar Fram mikið og vinnur leiki

Fram lyfti sér upp í þriðja sæti Olísdeildar karla í handknattleik á nýjan leik með fimm marka sigri á Gróttu, 38:33, í 14. umferð í Lambhagahöllinni í Úlfarsárdal í kvöld. Framarar voru sterkari í síðari hálfleik, ekki síst þegar...
- Auglýsing -

Sigurjón Friðbjörn kemur til starfa hjá FH í ársbyrjun

Sigurjón Friðbjörn Björnsson hefur verið ráðinn afreksþjálfari elstu kvennaflokka handknattleiksdeildar FH. Hann tekur til starfa þann 1. janúar næstkomandi. Sigurjón lét af störfum sem þjálfari meistaraflokksliðs Gróttu í byrjun nóvember. Hlutverk Sigurjóns verður að efla starf elstu flokka kvennaboltans enn...

Viktor seldur til Wetzlar – fyrsti leikur á sunnudag

Norska úrvalsdeildarliðið Drammen hefur selt norsk/íslenska handknattleiksmanninn Viktor Petersen Norberg til þýska liðsins HSG Wetzlar. Gengið var frá sölunni í fyrradag og mætti Viktor galvaskur til æfingar hjá Wetzlar í gær. Samningur Viktors við Wetzlar er til loka leiktíðar...

Molakaffi: Janus, Ólafur, Dagur, Þorgils, Döhler, Tryggvi, Rivera, uppselt, Kretschmer

Janus Daði Smárason og félagar í Pick Szeged unnu Carbonex-Komló, 33:28, í 13. umferð ungversku 1. deildinni í handknattleik í gær. Janus Daði skoraði þrjú mörk í leiknum. Pick Szeged stendur þar með jafnt Veszprém í öðru af tveimur...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -