- Auglýsing -
- Auglýsing -

Efst á baugi

- Auglýsing -

Úrslit kvöldsins í vináttuleikjum í Evrópu

Nokkrir vináttuleikir í handknattleik karla fóru fram víðs vegar um Evrópu í kvöld. Úrslit þeirra voru sem hér segir: Portúgal - Íran 41:20 (17:11).Úkraína - Norður-Makedónía 26:31 (17:13).Svartfjallaland - Bosnía 36:25 (18:13).Ísland - Slóvenía 32:26 (21:13).Ungverjaland - Rúmenía 33:23 (16:11).Slóvakía...

Íslenska landsliðið mætir Evrópumeisturunum á sunnudaginn

Íslenska landsliðið í handknattleik karla mætir Evrópumeisturum Frakka í síðari viðureign sinni á æfingamóti París á sunnudaginn. Frakkar unnu Austurríkismenn, 34:29, í síðari viðureign kvöldsins á mótinu. Fyrr í kvöld lagði íslenska landsliðið það slóvenska, 32:26. Leikurinn á sunnudaginn hefst...

Grótta og Fjölnir unnu örugglega leiki sína

Grótta heldur áfram að elta HK í toppbaráttu Grill 66-deildar kvenna. Grótta lagði FH, 27:21, í Kaplakrika í kvöld og hefur þar með 20 stig að loknum 12 leikjum. HK hefur sama stigafjölda en á inni leik við Val...
- Auglýsing -

Ítalir lögðu Færeyinga í Þórshöfn – unnu upp sex marka forskot

Ítalska landsliðið vann það færeyska, 36:34, í fyrri vináttuleik þjóðanna í handknattleik karla í Þórshöfn í kvöld en troðfullt var út úr dyrum í þjóðarhöllinni við Tjarnir. Færeyingar voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 19:17, og náðu mesta sex...

Ungverjar fóru illa með Rúmena

Ungverska landsliðið, sem það íslenska mætir í riðlakeppni Evrópumótsins í handknattleik síðar í þessum mánuði, átti ekki í vandræðum með rúmenska landsliðið í vináttuleik í Ungverjalandi. Eftir að hafa verið sex mörkum yfir í hálfleik, 17:11, fögnuðu leikmenn ungverska...

Síðast vildu Íslendingarnir fá að djamma

Tinna Mark Antonsdóttir Duffield, tengiliður mótshaldara í Kristianstad í Svíþjóð fyrir Evrópumótið í handknattleik karla, segir búið að draga ýmsan lærdóm af því þegar íslenska landsliðið spilaði síðast í bænum á HM 2023. Ísland leikur í F-riðli í Kristianstad dagana...
- Auglýsing -

Öruggur sigur á Slóvenum í kaflaskiptum leik í París

Íslenska landsliðið í handknattleik karla vann öruggan sigur á vængbrotnu landsliði Slóvena, 32:26, í vináttulandsleik í Paris La Défense Arena í kvöld. Frábær fyrri hálfleikur lagði grunn að sigrinum en að honum loknum var íslenska liðið átta mörkum yfir,...

Myndskeið: Þegar Guðjón Valur hóf sig til flugs

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði mörg eftirminnileg mörk fyrir íslenska landsliðið á löngum ferli sínum. Hann er markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins með 1879 mörk í 365 landsleikjum. Eitt af þessum mörkum kom í leik gegn Serbíu á EM 2018 í...

Vill fara fyrr til Berlínar

Simon Pytlick, leikmaður danska landsliðsins og SG Flensburg-Handewitt í Þýskalandi, segist vonast til þess að fá að fara til Þýskalandsmeistara Füchse Berlínar einu ári fyrr en áætlað er. Pytlick hefur samið við Füchse um að ganga til liðs við félagið...
- Auglýsing -

Dagur: „Þetta var glæpsamlegt“

Dagur Sigurðsson, þjálfari króatíska karlalandsliðsins í handknattleik, var ómyrkur í máli eftir 29:32 tap fyrir lærisveinum Alfreðs Gíslasonar í Þýskalandi í Zagreb í Króatíu í vináttulandsleik í gærkvöldi. Króatía og Þýskaland undirbúa sig af kappi fyrir Evrópumótið í Danmörku, Noregi...

Sverrir tekur við af Arnari Daða

Sverrir Eyjólfsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari karlaliðs Stjörnunnar í handknattleik út yfirstandandi tímabil. Sverrir tekur við starfinu af Arnari Daða Arnarssyni, sem var sagt upp störfum um jólin en heldur áfram sem aðstoðarþjálfari kvennaliðs Stjörnunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu...

Gísli Þorgeir á meðal þeirra bestu

Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmaður íslenska landsliðsins í handknattleik og Evrópumeistara SC Magdeburg, er á meðal leikstjórnenda sem eru til sérstakrar umfjöllunar hjá sænska miðlinum Handbollskanalen. Gísli Þorgeir er þar einn af fimm leikmönnum sem teljast til bestu leikstjórnenda sem senn...
- Auglýsing -

Hefur úr 17 leikmönnum að spila gegn Slóvenum

Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari hefur úr 17 leikmönnum að spila í vináttuleik við Slóvena í handknattleik karla í Paris La Défense Arena í kvöld. Sá eini úr 18 manna EM-hópnum sem ekki tekur þátt í leiknum er Þorsteinn Leó Gunnarsson...

Vil ekki koma aftur til Ungverjalands eftir enn einn tapleikinn

„Við horfum ekkert lengra en fram á leikina þrjá í riðlakeppninni. Allir sem fylgjast með mótinu vita hvernig leiðin liggur alla leið. Hugsanlegur milliriðill er sagður hagstæður og svo framvegis. Í okkar huga nær hugsunin sem stendur ekkert lengra...

Alfreð stýrði þýska landsliðinu í 100. sinn í Zagreb – 65 sigurleikir

Alfreð Gíslason stýrði þýska karlalandsliðinu í 100. sinn í Zagreb í gærkvöld og fagnaði 65. sigrinum í leikslok gegn landsliði Króatíu, 32:29. Alfreð var ráðinn snemma árs 2020 eftir að Christian Prokop var leystur frá störfum eftir Evrópumótið sem...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -