Aron Pálmarsson lék í gær sinn fyrsta leik á heimavelli eftir að hann sneri á ný til Veszprém í Ungverjalandi. Hann byrjaði meira segja leikinn gegn PLER-Budapest og skoraði eitt mark í síðari hálfleik í átta marka sigri, 34:26....
Ísak Steinsson markvörður Drammen skellti nánast í lás í síðari hálfleik þegar liðið vann Holon Yuvalim HC frá Ísrael öðru sinni í 64 liða úrslitum Evrópubikarkeppni karla í handknattleik í Drammen í dag, 35:22. Drammen vann einnig fyrri viðureignina...
Ekkert lát er á sigurgöngu Þorsteins Leós Gunnarssonar og samherja hans í FC Porto þegar kemur að leikjum í portúgölsku 1. deildinni í handknattleik. Porto vann Marítimo í gær með 13 marka mun á útivelli, 40:27. Þetta var tíundi...
o
https://www.youtube.com/watch?v=I06GZKXLFeA
Katrín Anna Ásmundsdóttir hafði nóg að gera í sínum fjórða A-landsleik í gær þegar landslið Íslands og Póllands mættust í vináttuleik í Sethöllinni á Selfossi. Vegna meiðsla Þóreyjar Rósu Stefánsdóttur þá lék Katrín Anna stóran hlut leiksins, jafnt í...
Harpa María Friðgeirsdóttir var næst markahæst með átta mörk þegar lið hennar, TMS Ringsted, tapaði fyrir DHG, 40:31, í næst efstu deild danska handknattleiksins í gær. Leikið var í Ringsted. Harpa María og franska handknattleikskonan Alexandra Lacrabere voru allt...
Kristján Páll Steinsson markvörður Þórs fór hamförum í marki liðsins í dag gegn Herði frá Ísafirði í viðureign liðanna í Grill 66-deild karla í handknattleik í Höllinni á Akureyri. Kristján Páll varði 27 skot, var með nærri 60% markvörslu,...
c
https://www.youtube.com/watch?v=_THg_PSn_y8
„Æfingavikan var mjög góð hjá okkur og sjálf hef ég æft mjög vel eins og hinar stelpurnar. Þetta bara small allt saman hjá okkur um helgina. Við erum rosalega sáttar við það,“ sagði Andrea Jacobsen landsliðskona í handknattleik í...
o
https://www.youtube.com/watch?v=TI3Rz85naGM
„Ég verð bara að grípa til klisjunnar og segja að liðsheildin hafi unnið þessa leiki. Mér fannst við flottar jafnt í vörn sem sókn. Heildarbragurinn á liðinu var frábær. Ég get ekki bent á eitthvað eitt atriði,“ segir Steinunn...
Íslenska landsliðinu í handknattleik kvenna tókst í dag að fylgja eftir sigri sínum í gær með því að leggja pólska liðið í Sethöllinni á Selfossi, 28:24. Mikilvægur áfangi hjá íslenska liðinu að leggja sterkt pólskt lið í tvígang á...
Haukar eru komnir í 32-liða úrslit Evrópubikarkeppni karla í handknattleik eftir að hafa unnið finnska liðið HC Cocks öðru sinni í 64-liða úrslitum keppninnar í Riihimäki í Finnlandi í dag, 29:27. Hafnarfjarðarliðið vann einnig fyrri viðureignina, 35:26, og fer...
„Ég fæddist á Íslandi en flutti mánaðagömul til Noregs og hefur átt þar heima síðan," sagði nýjasta landsliðskona Íslands í handknattleik, Dana Björg Guðmundsdóttir leikmaður Volda í Noregi, þegar handbolti.is hitti Dönu að máli og forvitnaðist aðeins meira um...
Það var gleði og gaman meðal Íslendinga, innan vallar sem utan, þegar íslenska landsliðið í handknattleik kvenna vann pólska landsliðið, 30:24, í fyrri vináttuleik þjóðanna í Lambhagahöllinni í Úlfarsárdal í gærkvöld. Fullt hús af áhorfendum, íslenskur sigur meðan utan...
Landslið Íslands og Póllands mætast öðru sinni í vináttulandsleik í Sethöllinni á Selfossi í dag klukkan 16. Íslenska liðið vann viðureignina í gærkvöld í Lambhagahöllinni með sex marka mun, 30:24.Landsleikurinn verður sendur út á Handboltapassanum eins og aðrir leikir...
Tumi Steinn Rúnarsson skoraði fimm mörk og gaf tvær stoðsendingar þegar Alpla Hard vann BT Füchse 36:28, á heimavelli í austurrísku 1. deildinni í handknattleik í gær. Með sigrinum færðist liðið upp í efsta sæti deildarinnar. Liðið hefur 12...
0
https://www.youtube.com/watch?v=A_Rrn3z8NwQ
„Ég er virkilega stolt af liðinu,“ sagði Elín Klara Þorkelsdóttir landsliðskona í handknattleik sem var markahæst í íslenska liðinu með sjö mörk í sigurleiknum góða á Pólverjum í Lambhagahöllinni í kvöld í hreint rífandi góðri stemningu, 30:24. Íslenska liðið...